Jökulheimar,

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir Ísland

 


JÖKULHEIMAR
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Skálar Jörfi

Jökulheimar eru í Tungnárbotnum nærri jaðri Tungnárjökuls. Þangað er ekið eftir Veiðivatnaleið að Vatnaöldum og austan Ljósufjalla þar til komið er að skálum Jöklarannsóknarfélagsins. Minni skálinn var reistur árið 1955 og hinn stærri 1966. Þeir voru og eru m.a. miðstöð rannsóknarleiðangra upp á Vatnajökul og þar er fólki heimil gisting, ef það hefur samband við Jöklarannsóknarfélagið fyrirfram. Þarna var veðurathugunarstöð í nokkur ár með fastri búsetu veðurathugunarfólks. Umhverfi Jökulheima er auðnarlegt og gróðursnautt. Fært er yfir Tungná á stórum fjórhjóladrifnum bílum til eða frá Tungnárfjöllum (Breiðbak) að Langasjó og þaðan niður á Landmannaleið. Enginn, sem er óvanur vatnaakstri eða er einbíla, ætti að reyna við slíkt ævintýri.

U.þ.b. 7 km vestan og norðvestan Jökulheima eru Gjáfjöll (Helgrindur; 700-900 m.y.s.).  Þar klofna þau í miðju um Heljargjá og skammt vestan skarðsins milli þeirra og Bláfjálla er drangurinn Dór, steinrunninn jötunn með byrði á baki, sem stefnir að jökli.

Kerlingar eru tvö fell (1207 og 1339m) í vesturrönd Vatnajökuls, ekki langt norðan Tungnaárbotna.  Útsýnið af hærra fellinu er geysigóð á góðum degi.

Sigalda 61 km <Jökulheimar> Veiðivötn 40 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM