Kerlingarfjöll Hálendismiðstöðin,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

Kerlingarfjöll I
Leppistungnaskáli
Kerlingarfjöll II
Helgaskáli
Jökulfall
Svínárnesskáli
 

KERLINGARFJÖLL
HÁLENDISMIÐSTÖÐIN

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Bus schedule

 


Ferðaheimur

Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum var stofnuð upp úr fyrri rekstri Skíðaskólans árið 2000.  Snjóleysi var meðal þáttanna, sem ollu þessari breytingu, og skíðalyftur voru fjarlægðar.  Engu að síður er skíða- og snjóbrettafólk ávallt velkomið.  Eigandi Hálendismiðstöðvarinnar var Fannborg ehf og árið 2000 fjölgaði hluthöfum, nú orðnir 15 (2003).  Nú er lögð aðaláherzla á þjónustu við hinn almenna ferðamann. Áherzla er lögð á fjölbreytta náttúru svæðisins, möguleika til gönguferða og fjallgöngu og nýtingu góðrar aðstöðu, sem hefur byggzt upp áratugum saman.  Þarna er hægt að taka við ferðamönnum 10-11 mánuði á ári.  Árið 2002 var borað eftir heitu vatni í gili Ásgarðsár og upp kom nægilegt magn af 36°C heitu vatni, sem var þó ekki hægt að nýta til húshitunar.  Því var útbúin heit laug við borholuna, sem myndar eins metra háan vatnsstrók í henni miðri.  Tveir heitir pottar eru við sturturnar í bæjarhlaðinu við aðalbygginguna.  Gönguleiðir hafa verið merktar í samvinnu við pokasjóð.  Landsvirkjun lét gera kort af svæðinu með göngu- og reiðleiðum.  Þarna er lítil vatnsaflsstöð frá þriðja áratugi 20. aldar.  Fyrrum þjónaði hún Hveragerði og Hólum í Hjaltadal.

Aksturstíminn frá höfuðborgarsvæðinu til Kerlingarfjalla er í kringum 3 klst. og fært er öllum háum fólksbílum.
www.nat.is hefur ekki borist upplýsingar um gistingu frá  Kerlingarfjöllum.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM