Kiðagil,

Hotel Kidagil


Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KIÐAGIL

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kiðagil er norðurmörk Sprengisands. Það er þröngt klettagil vestan Skjálfandafljóts, sem var frægur áningarstaður fólks, sem fór gömlu Sprengisandsleiðina. Allir, sem komu að sunnan voru mjög fegnir að ná þessum áfanga, þótt hagi væri af skornum skammti þar. Altjent voru þó draugar og aðrar illar vættir að baki eins og segir í kvæði Gríms Thomsens, Sprengisandur.

HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA

Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell,
hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell.
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.

Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm.
Útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannske að smala fé á laun.

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga á Herðubreið,
álfadrottning er að beisla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið.
Vænsta klárinn vildi eg gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.

Kiðagilsdrög teygjast langt suðvestur á Sprengisand. Þar eru víða mosaþembur og stöku háplöntur.

Íshólsvatn 20 km, Mývatn 106 km (Reykjahlíð) <Kiðagil> Fjórðungsalda 37 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM