SUÐURLAND
 FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


KIRKJUBÆJARKLAUSTUR
KLAUSTUR
FERÐAVÍSIR
Hverng kemst ég þangað?

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

[Flag of the United Kingdom]
In English

Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali „Klaustur”. Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ árið 1186 og hélzt klausturhald óslitið fram að siðaskiptum 1550. Fjöldi örnefna á Klaustri og Skaftárhreppi tengjast klausturhaldinu. Systrastapi, rétt vestur af Klaustri, er klettastapi þar sem talinn er vera legstaður tveggja nunna, sem voru brenndar á báli fyrir ýmsar syndir. Svæðið telst til merkustu sögustaða landsins og segja má að Klaustur og nágrenni geymi margar mestu náttúruperlur Íslands.

Boðið er upp á flest það sem ferðamaðurinn leitar að, hvort sem það er vatnaveiði, veiði í ám, gönguferðir og/eða ökuferðir á fallega, sögufræga staði. Af þessu hefur leitt að þjónusta við ferðamenn er eins og bezt verður á kosið, hvort sem er góð hótel, veitingar, vel skipulögð tjaldsvæði o.fl. Skipulagðar ferðir eru og til margra þekktra staða í hreppnum og sýslunni. Vegalengdin frá Reykjavík er 258 km.

Eftir stofnun Eftir stofnun Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 var gestastofan í Skaftafelli tileinkuð öllum þjóðgarðinum. Gestastofa Þjóðgarðsins er líka á Kirkjubæjarklaustri.

hinn 7. júní 2008 var gestastofan í Skaftafelli tileinkuð öllum þjóðgarðinum. Gestastofa Þjóðgarðsins er líka á Kirkjubæjarklaustri.

 hinn 7. júní 2008 var opnuð gestastofa á Kirkjubæjarklaustri.

Vík 71 Km <Klaustur> Skaftafell 69 Km. Laki 51 km, Eldgjá 79 km, Landmannalaugar 120 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM