Jarðfræði Suðurland


Fuglar
Suðurland


Götur og reiðleiðir
Árnessýslakrakkavefur nat.is

 


 


SUÐURLAND
 KRAKKA FERÐAVÍSIR

EFTIRMINNANLEGT FERÐALAG MEÐ NAT.IS
Ferðavefur fyrir krakka á öllum aldri.
MENNING OG SAGA
Krakka leiðsögumaðurinn ykkar er
 fyrir mömmu, pabba, afa og ömmu.

 

Uppsveitir Árnessýslu
Ferðakort

Þingvellir

 Meira um Þingvelli

 

Vissir þú að? Samkvæmt jarðfræðikenningum reka Norður-Ameríku og Evrasíuflekarnir hvor frá öðrum á Þingvöllum

Vissir þú? 
Það eru fjöldi eyðibýla í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Vissir þú? 
l
andið umhverfis Þingvallavatn var nefnt Bláskógar

Vissir þú að?  
Nærri lá, að Íslendingar týndu Lögbergi.
Vissir þú að?
 Talið er að Þingvallakirkja hafi verið byggð á Þingvöllum skömmu eftir kristnitökuna árið 1000.

Vissir þú að? Galdrabrennur voru á Þingvöllum


[Flag of the United Kingdom]
In English

krakkavefur nat.is

 

Grímsnes


Meira um Grímsnes

Vissir þú að? Kaldárhöfði sem er bær austan við Sogið.  Árið 1946 fannst eitt verðmætasta kuml úr heiðni (10. öld)

Vissir þú að?  Úljótsvatn er kennt við Úlfljót sem sagður er fyrsti lögsögumaður Íslendinga

Vissir þú að?
Sólheimar eru fyrsti staðurinn í heiminum, þar sem þjónusta við fatlaða er veitt

Vissir þú að? Hestfjall í Grímsnesi er þríhyrningslagað og þar sem það er hæst nyrzt heitir Hesteyru.  Þjóðsagan segir frá stóru skrímsli, sem liggur oftast kyrrt í göngum í fjallinu

 Geysir í Haukadal

Meira um Geysir

Vissir þú að? Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndast við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar.

Vissir þú að? Haukadalur var fyrrum stórbýli og höfðingjasetur.

Vissir þú að? Fyrsta kirkjan í Haukadal mun hafa verið byggð árið 1030 

Gullfoss
Meira um Gullfoss

Vissir þú að? Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur og hvammur í gljúfrinu, nokkru neðan Gullfoss, heitir Pjaxi.

Vissir þú ?  Þegar Þóroddur Guðbrandsson í Brattholti óð yfir Hvítá fyrir ofan Gullfoss á fund Guðrúnar Þóroddsdóttur í Hamarsholti.

Vissir þú? Um aldamótin 1900 vaknaði áhugi erlendra auðmanna á virkjun vatnsfalla á Íslandi.


Skálholt

Meira um Skálholt
 

Vissir þú að?  Fyrsti biskup landsins, Ísleifur Gissurarson, settist þar á stól árið 1056. Aðrar sögulegar minjar eru m.a. virki, sem var reist staðnum til varnar árið 1548 minnismerki stendur þar sem Jón Arason og synir hans tveir voru hálshöggnir 7. nóv. 1550,

Vissir þú að?
Vörðufell stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti.  Til er saga um ungan mann, sem gerði sér flugham úr fuglafjöðrum og tókst að svífa úr hlíðum fjallsins yfir að Skálholti,

Flúðir

Meira um Flúðir

Vissir þú að?  Margir sögustaðir eru í grenndinni og má þar nefna kirkjustaðinn Hruna, þegar kölski sjálfur kom nýjársnótt eina, þegar heimamenn sátu að svalli og dansi í kirkjunni, og kippt henni niður í undirdjúpin.

Vissir þú að? Skammt frá Flúðum er Bræðratunga sem er stórbýli og kirkjustaður í tungunni milli Hvítár og Tungufljóts í Biskupstungum. Landnáma segir Eyfröð hinn gamla hafa numið landi á milli Hvítár og Tungufljóts.

ÞJÓRSÁRDALUR
Gnúpverjahreppur
Ferðakort


Gaukshöfði

Hjálparfoss

Meira um Þjórsárdal


Vissir þú að?
Gaukshöfði heitir eftir Gauki trandli á Stöng var talinn vera í hópi fræknustu manna á sínum tíma.

Vissir þú að? Hjálparfoss er tvöfaldur foss neðst í Fossá í Þjórsárdal, rétt áður en hún sameinast Þjórsá. Nafnið Hjálp varð til í munni þeirra, sem komu úr erfiðum ferðum yfir Sprengisand og fundu þar snapir fyrir hestana.

Vissir þú að?  Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum.

Vissir þú að?
Stöng í Þjórsárdal mun hafa eyðzt í Heklugosi árið 1104 ásamt fjölda annarra bæja í dalnum

Vissir þú að?  Þjórsá er lengsta og næstvatnsmesta á landsins (364 m³/sek). Hún er 230 km löng og kemur næst Ölfusá að vatnsmagni.

Vissir þú að? Þjófafoss er talinn hafa fengið nafn af því, að þar hafi þjófum verið drekkt.

Vissir þú að? Stóra-Núpskirkja Í Suðurlandsskjálftanum 1896 stóð kirkjan eitt húsa á Stóra-Núpi, svo að presturinn varð að flytja með fjölskyldu sinni í kirkjuna. 


Eyrarbakki og Stokkseyri
Ferðakort

Húsin, Eyrarbakka

Meira um Eyrarbakka og Stokkseyri

 


Vissir þú að?
Þuríðarbúð var reist árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns.

Vissir þú að? Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar byggt rjómabú, sem var rekið lengst allra slíkra í landinu, allt til 1950.

Vissir þú að? Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa.  Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. 
 


Suðurlandið frá Hveragerði til Hvolssvallar
Ferðakort


Hverargeði

Meira un Ölfus og Hveragerði
 


Vissir þú að?
Fyrrum stórbýlið Reykir í Ölfusi er við rætur Reykjafjalls austan Varmár við bæjarmörk Hveragerðis. 

Vissir þú að?
Ingólfsfjall er nafngjafi fjallsins var landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því.

Vissir þú að?  Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa.  Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. 

Keldur

Meira um Hellu og Hvolsvöll
 


Vissir þú að?
Neðsti fossinn í Þjórsá heitir Urriðafoss við samnefndar bæ.
Fossafélagið Títan (Einar Benediktsson) hafði miklar áætlanir um virkjun á þessum stað á fyrri hluta 20. aldar.

Vissir þú að?
Bergþórshvoll er prestsetur og bær í Vestur-Landeyjum. Njálssaga er víðlesnust Íslendingasagna.  Hún segir m.a. frá Njáli Þorgeirssyni, konu hans Bergþóru, börnum þeirra, vinum og tengdafólki.

Vissir þú að?  Keldur eru stórbýli og kirkjustaður á Rangárvöllum. Samkvæmt Njálu var Keldnabóndi Ingjaldur Höskuldsson, sem brást Flosa í aðförinni að Bergþórhvoli.


Eyjafjöll og Skógar
Ferðakort


Meira um Eyjafjöll og Skoga
 

Vissir þú að? Ásólfsskáli er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni, Ásólfi alskik að nafni.

Vissir þú að? Paradíarhellir
er undir Austur-Eyjafjöllum

Vissir þú að? Seljavallalaug er útisundlaug í dalnum innan og austan við bæinn Seljavelli undir Austur-Eyjafjöllum.

Vissir þú að? Skógafoss  hafi fólgið gullkistu í helli bak við Skógafoss
 


Vík i Mýrdal
Ferðakort

Baðstofuhellir Vík

Meira um Vík

Vissir þú að? Pétursey er stakt móbergsfjall (275m) austan Sólheimasands í Mýrdal.  Á sturlungaöld bjuggust 200 manns til varnar uppi á fjallinu.

Vissir þú að?  Baðstofuhellir er kunnur fyrir vetrarpartsdvöl Jóns Steingrímssonar þar árið 1755.

Vissir þú að? Höfðabrekka er austasti bær í Mýrdal, næstur Mýrdalssandi.  Þar var fyrrum kirkjustaður og stórbýli.

Vissir þú að? Kötlutangi sunnan Hjörleifshöfða er syðsti oddi Íslands,
og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, fyrsta landnámsmannsins, hét Hjörleifur Hróðmarsson.

 
Kirkjubæjarklaustur
Ferðakort

Systrastapi,vestan við Klaustur.

Meira um Klaustur

Vissir þú að?   Heildarflatarmál (Eldhraun) Skaftáreldahrauna er 565 km² og áætlað rúmmál gosefna, sem komu upp, er 12,3 km³.  Aska frá gosinu barst alla leið til Evrópu.

Vissir þú að? Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma.

Vissir þú að? Orrustuhóll er óbrynnishólmi, sem stendur upp úr Skaftáreldahrauni austast á Síðu við Þverá, rétt sunnan þjóðvegarins.


Skaftafell
Ferðakort

Öræfajökull

Vissir þú að?  Skeiðarársandur er eitthvert stærsta aurasvæði landsins á milli Öræfa og Fljótshverfis, u.þ.b. 1000 km². Árið 1904 var byggt fyrsta skipbrotsmannaskýli landsins á Skeiðarársandi.

Vissir þú að?
Ingólfshöfði er 76 m hár móbergs- og grágrýtishöfði, 9 km frá Fagurhólsmýri. Ingólfur Arnarson lenti þar, þegar hann kom til landsins öðru sinni

Vissir þú að? Svínafell í Öræfum var eitthvert mesta höfuðból Austurlands á fyrri tíð

Kambsmýrarkambur

Meira um Skaftafell

Vissir þú að? Bæjarstaðarskógur er talinn einhver þróttmesti birkiskógur hérlendis með allt að 12 m háum trjám.

Vissir þú að? Sandfell er eyðibýli í Öræfum.  Þar var kirkjustaður og prestssetur.  Ekkja Ásbjarnar Heyangurs-Bjarnasonar, Þorgerður, er sögð hafa búið þarna fyrst samkvæmt Landnámu.
 


Suðursveit
Ferðakort

Jökulsárlón

Hali í Suðursveit


Meira um Suðursveit

Vissir þú að? Hof er margbýli í Öræfum. Þar var kirkja helguð heilögum Klemensi í katólskum sið og útkirkja frá Sandfelli allt til 1970, þegar Hof var lagt til Kálfafellsstaðar í Suðursveit.

Vissir þú að?
Breiðamerkurjökull er meðal stærstu skriðjökla Vatnajökuls.

Vissir þú að? Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndazt.

Vissir þú að? Borgarhöfn er þyrping nokkurra bæja í Suðursveit.  Bændur þar stunduðu allmikla sjósókn á árum áður.

Vissir þú að?
Hrollaugshólar eru sunnan Reynisvalla.  Nafngjavi þeirra var Hrollaugur landnámsmaður á Breiðabólsstað.

Vissir þú að? Hali er einn Breiðabólstaðarbæjanna í Suðursveit.  Þar fæddist Þórbergur Þórðarson (1889-1974), rithöfundur.  


 Höfn í Hornafirði
Ferðakort

Hoffell

Meira um Höfn

Vissir þú að? Goðaborg (1425m Vatnajökull) er hnjúkur uppi af Hoffellsfjöllum í Hornafirði.  Þangað flúðu hin heiðnu goð, þegar kristni var lögtekin.
 

Vissir þú að?
Hoffell er stórbýli í Nesjum.  Landnáma segir, að Auðun hinn rauði hafi keypt þar land af Hrollaugi og m.a. reist þar hof.

Vissir þú að? Hoffellsdalur er austastur dala Nesja. Þar er bærinn Hoffell við rætur Hoffellsfjalla,

Vissir þú að? Hvalnes í Lóni er austasti bær í Austur-Skaftafellssýslu og stendur undir Eystrahorni, sem er hrikalegt og snarbratt fjall að mestu úr gabbró og granófýr.

KRAKKA FERÐAVÍSIR
Suðvesturland < Suðurland > Austurland
     Hálendið

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM