VESTFIRÐIR
FERÐAVÍSIR


STRANDIR


Fuglar VestfirðirGönguleiðir Hornstr.

 

 


STRANDIR & VESTFIRÐIR
 KRAKKA FERÐAVÍSIR
EFTIRMINNANLEGT FERÐALAG MEÐ NAT.IS
Ferðavefur fyrir krakka á öllum aldri.
MENNING OG SAGA
Krakka Leiðsögumaðurinn ykkar er,
 fyrir mömmu, pabba, afa og ömmu.


Hrútafjördur til Gjögurs
Ferðakort


Meira um Strandir

Vissir þú að? Steingrímsfjörður er mestur fjarða í Strandasýslu, um 28 km langur og nær 7 km breiður yzt milli Drangsnes og Grindar.

Vissir þú að? 
Grímsey í Steingrímsfirði er stærst eyja fyrir Ströndum.

Vissir þú að?
Trékyllisvík í Árneshreppi er umkringd svipmiklum fjöllum með allmiklu og grösugu undirlendi.  Nafngjafi víkurinnar er sagður vera skip, sem var smíðað þar á landnámsöld.

Vissir þú að?
Speni er hóll milli Skreflna og Kolbeinsvíkur. Hann líkist konubrjósti, því að upp úr honum stendur þúfa sem álengdar minnir á geirvörtu.


Hólmavík til Ísafjarðar
Ferðakort

Ísafjarðardjúp

Meira um Vestfirði Norðanverðu


Vissir þú að?
Við Ísafjarðardjúp er öll byggð í Norður-Ísafjarðarsýslu.

Vissir þú að? Vigur er næststærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar.

Vissir þú að? Æðey er stærst fjögurra eyja á Ísafjarðardjúpi.

Vissir þú að? Ísafjörður á sér langa sögu sem miðstöð verzlunar við Ísafjarðardjúp.

Vissir þú að? Óshlíð  er  milli Hnífsdals og Bolungarvíkur er kallaður Óshyrna og neðan hennar eru Óshólar, sem eru vitastæði. 

Vissir þú að? Litlibær í Skötufirði var í ábúð til ársins 1969, þegar jörðin fór í eyði. 


 Ísafjörður til Brjánslækjar
Ferðakort

Dynjandisfoss

Meira um Vestfirði Sunnanverðu


Vissir þú að?
Núpur við norðanverðan Dýrafjörð er fornt höfðingjasetur um aldir og skólasetur í áratugi.

Vissir þú að?  
Dynjandisfoss er mestur fossa á Vestfjörðum.

Vissir þú að? Hrafnseyri er kennd við Hrafn Sveinbjarnarson, eitt af göfuglyndustu og mestu stórmennum Íslands.

Vissir þú að?  á Hvalllátri eru margar sögur  til af álfum, skessum, ýmsum ófreskjum og draugum í Útvíkum.

Vissir þú að?
Sjöundá er afskekkt eyðibýli innst á Rauðasandi

 
Brjánslækjur til Krósfjarðarnes
Ferðakort

Þorskafjarðheiði

Barmar Reykhólasveit

Meira um Barðaströnd

Vissir þú að? Rauðisandur er á milli Látrabjargs og Skorarhlíðar. 

Vissir þú að? Vatnsfjörður, um 9 km langur. Flóki Vilgerðarson gekk veturinn eftir komu sína hingað til lands upp á hátt fjall, ef til vill Lónfell (752m). Sá hann þá fjörð fullan af hafís og gaf landinu nafnið Ísland.

Vissir þú að? Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar

Vissir þú að? Kollabúðir eru inn af botni Þorskafjarðar.  Þar var Þorskafjarðarþing, annað tveggja vorþinga Vestfirðinga, háð á söguöld. Þrátt fyrir hrun goðaveldisins eftir 1262, voru þing háð áfram við Þorskafjörð.

Vissir þú að? Króksfjarðarnes er bæði nesið milli Króksfjarðar og Gilsfjarðar.

 


Dalasýsla
Ferðakort


Meira um Dalasýslu

Vissir þú að? Krosshólaborg er við veginn út á Fellsströnd skammt frá vegamótum hjá Ásgarði.  Landnámskonan Auður djúpúðga lét reisa þar krossa og fór þangað til bænahalds.

Vissir þú að? Hvammur er prestssetur og kirkjustaður í Hvammssveit í Dölum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir bjó þar í landnámi sínu og þar var höfðingjasetur fyrrum. 

Vissir þú að?
Eiríksstaðir eru eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns í Haukadal.  Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi.


[Flag of the United Kingdom]
In English

krakkavefur nat.is

krakkavefur nat.is


KRAKKA FERÐAVÍSIR

Vesturland < Vestfirðir > Norðurland
Hálendið

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM