Kristján X ,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


Kristján X
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Veitingahúsið Kristján X var opnað 13. nómvember 1999.  Húsið stóð á Þingvöllum á Alþingishátíðinni 1930 og var notað sem matsalur fyrir hirð Kristjáns X, Danakonungs, í heimsókn hans til Íslands.  fimm árum síðar var húsið flutt  að Ljósafossi, þar sem það var notað sem mötuneyti starfsmanna við byggingu virkjunarinnar.  Árið 1938 var það flutt að Hellu á Rangárvöllum og þar var það lengstum notað sem pakkhús.  Síðari ár hefur margs konar starfsemi verið í húsinu.  Í apríl 1999 var hafizt handa við endurbyggingu hússins og henni var lokið í nóvember sama ár.  Veggi veitingahússins prýða m.a. myndir af Kristjáni X og veiðistöng, sem hann notaði við veiðar í Elliðaánum.

Veitingastaðurinn býður ljúffenga rétti við öll tækifæri (steikur, fiskrétti, kjúklingarétti, pizzur, hamborgara o.fl.).  Sérþjónusta er í boði fyrir stóra og smáa hópa auk veizluþjónustu.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM