Kverkfjöll,

Vatnajökulsþjóðg.r


Gönguleiðir
Kverkfjöll HvannalindirSIGURDARSKALI KVERKFJOLLGönguleiðir Ísland


Hvannalindir

JARÐFRÆÐI HÁLENDIÐ

.
KVERKFJÖLL
Hvernig á að komast þangað!

Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Eldgos á Íslandi


Holuhraun


Kistufell


DYNGJUHÁLS og TRÖLLADYNGJA


GRÍMSVÖTN


 

Kverkfjöll er stórt fjalllendi í norðanverðum Vatnajökli. Það blasir við af þjóðveginum í góðu veðri. Þarna eru tvö af hæstu fjöllum (1920m og 1860m) og eitthvert stærsta háhitasvæði landsins (10 km²) í Hveradal, hátt uppi í hlíðum Vesturfjallanna (1800m). Austan við hverasvæðið, uppi há hæstu bungu Vesturfjallanna (1860m) er skáli Jöklarannsóknarfélagsins frá 1977. Kverkin skilur hæstu fjöllin að og vestan við þau er Dyngjujökull, en Brúarjökull að austanverðu. Undan skriðjöklinum, sem mjakast niður Kverkina, streymir heit á um allt að 30 km löng ísgöng.

Það hefur þótt mikið ævintýri að ganga eins langt inn undir jökulinn og komizt verður og baða sig í volgri ánni. Þeir, sem það gera, verða að gera sér grein fyrir hættunni á hruni. Mikið hrun var í og við íshellin sumarið 2011 og hörmulegt banaslys varð þar.

Kverkfjöllin eru hluti stórs eldvirks svæðis, sem hefur gosið nokkrum sinnum á sögulegum tímum án þess að vitað sé um hraunmyndanir tengdar gosunum. Líklega gaus þar í kringum 1930. Leiðin frá þjóðveginum um Möðrudal suður til Kverkfjalla er u.þ.b. 90 km löng. Þegar yfir Kreppubrú er komið, hefst Kverkfjallarani. Sumir hafa aldrei getað lýst tilfinningum sínum við fyrstu heimsókn í þennan undraheim. Það er talsvert seinekið um hann að Sigurðarskála, en á leiðinni er upplagt að stanza og skoða bústað Fjalla-Eyvindar í Hvannalindum.

Sunnar eru vegamót og þaðan er hægt að halda yfir brúna á Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga til Öskju í stað þess að aka áfram að Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Frá Sigurðarskála er hægt að aka svolítið sunnar, stundum alveg að jaðri Kverkjökuls, ef árnar eru ekki í ham. Gönguferð yfir skriðjökulinn, upp Bröttufönn í Hveradalinn og upp í skála Jörfi tekur allan daginn fram og til baka og er talsvert erfið. Það er ekki ráðlegt að ganga þessa leið nema að vera í góðu formi og hafa vanan mann með í för, því að hætturnar á leiðinni eru margar, en þessi fjallganga er ógleymanleg!
Meira um Kverkfjöll

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 Kverkfjöll eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.

Herðubreiðarlindir 62 km
<Kverkfjöll> Askja 41 km, Möðrudalur 90 km, Mývatn 155 km (um Herðubreiðarlindir 165 km).


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM