Lakagígar,

Gönguleiðir Ísland


Ferðast á fróni 
á eigin vegum


LAKAGÍGAR
(F-206)

.
Áður en farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!


[Flag of the United Kingdom]
In English


Bus Schedule to Laki

SKAFTÁRELDAR
ÁHRIF Á BRETLANDSEYJUM

Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varmárdalur. Hann og Skaftárgljúfur, sem voru allt að 200 m djúp, fylltust af hrauni, sem breiddist síðan út á láglendinu á Síðu yfir marga bæi. Hraunið stöðvaðist við Eldmessutanga 20 júlí. Á, sem rennur um hrauntraðir, þar sem Varmárdalur var áður, heitir enn þá Varmá. Norðausturhluti sprungunnar tók að gjósa 29. júlí 1783. Hraun fyllti gljúfur Hverfisfljóts og breiddist út niðri í Fljótshverfi. Þetta gos hélzt óslitið fram í október, þegar fór að draga úr því, en því lauk ekki fyrr en í febrúar 1784.

Talið er að 53% nautgripa (11.500), 82% sauðfjár (190.000) og 77% hrossa (28.000) hafi fallið Gígaröðin er u.þ.b. 25 km löng, allt frá móbergsfjallinu Hnútu í suðvestri upp Síðujökli. Laki stendur nokkurn veginn í miðri gígaröðinn. Heildarflötur Skaftáreldahrauna er 565 km² og áætlað rúmmál gosefna rúmlega 12 km³. Aska frá gosinu barst alla leið til Evrópu. Móðuharðindin komu í kjölfar gossins vegna þess, hve eitrað það var. Talið er að 53% nautgripa (11.500), 82% sauðfjár (190.000) og 77% hrossa hafi drepizt vegna eitrunar og hagleysis.  Íbúafjöldinn minnkaði um 20% (10.000) vegna hungursneyðar á árunum 1783 til 1786.

Uppskerubrestur, pestir og hörmungar í Evrópu í kjölfar gossins eru raktar til þess, þannig að leiða má líkur að því, að það hafi verið meðal orsaka frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789.  Þetta eldgos olli samt ekki eins miklum hörmungum og Eldgjárgosið árið 934, sem olli mun víðtækari loftslagsbreytingum í Evrópu og Miðausturlöndum samkvæmt nýuppgötvuðum heimildum (2005).

Á danska þinginu var rætt um að flytja hina eftirlifandi 40.000 Íslendinga til Jótlandsheiða en úr því varð ekki. Flestir gíganna eru nú huldir grámosa og óvíða á landinu er stórfenglegra og fegurra landslag að sjá en uppi á Síðuafrétti. Gígaröðin var friðlýst 1971.

Samkvæmt frétt í Mbl (Davíð Logi Sigurðsson) 28. ágúst 2007 kynnti samvinnunefnd miðhálendisins tillögur um breytingar svæðisskipulags miðhálendisins í Skaftafellsþjóðgarði.  Þær gera ráð fyrir að aðgengi ferðamanna verði aukið með betri vegum, merktum gönguleiðum, áningarstöðum og upplýsingamiðlun, sem leiði af sér, að auðveldara verði að stjórna ferðum fólks um svæðið.  Gert er ráð fyrir nýju skálasvæði á Galta og upplýsingamiðstöð með móttöku og snyrtiaðstöðu.  Núverandi skálasvæði í Blágili verði breytt í fjallasel, þar sem verður aðstaða landvarða og tjaldstæði.  Þá verður gönguleið, sem þverar Skaftá færð frá kláfi sunnan Sveinstinds suður fyrir Uxatinda með göngubrú, sem tengist betur gönguleiðum vestan skaftár.  Þannig er ætlunin að færa gönguleiðina frá viðkvæmu svæði við Kamba.  Komið verði á hringakstri um svæðið, þannig að fólk geti ekið upp vestan Kirkjubæjarklausturs við Hunkubakka og niður austan Klausturs, Miklafellsveg, en hann færist upp um einn flokk og verður fjallvegur auk þess sem lega hans breytist.  Hann tengist inn á Lakaveg við Galta.  Núverandi vegarslóði, sem liggur upp á öxl Blængs um þröng og torfarin gil, sem eru að hluta innan friðlýsts svæðis, verður lagður af.  Nýjum hluta fjallvegarins er ætlað að liggja um jökulgarð á tiltölulega sléttu landi.  Miðað er við að gera fólki kleift að skoða Lakasvæðið á einum degi og draga úr gistingu á svæðinu eins og kostur er á.

HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 7. júní 2008 og Lakasvæðið er hluti hans.


Frá þjóðvegi #1 = 40 km <Laki> Klaustur 51 km.
Kynnisferðir halda uppi daglegum ferðum í Lakagíga á sumrin.

 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM