Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


Jökulgil


LANDMANNALAUGAR
FERÐAVÍSIR
Hverng kemst ég þangað?

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Gönguleið Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav

Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem sameinast í Laugalæknum, þar sem fólk baðar sig gjarnan í volgu vatninu. Lækjarbakkarnir eru ótrúlega vel grónir en víðast mýrlendir. Fólk er beðið um að nota eingöngu tréstíginn niður að læknum, hyggist það skoða sig um eða fara í bað. Það er bannað að nota sápu í læknum. Umhverfi Landmannalauga, sem opnast skyndilega fyrir augum ferðamanna, þegar þeir eru komnir á vegamótin sunnan Frostastaðaháls, líkist helzt ævintýri. Litskrúð fjallanna, Barms, Bláhnjúks, Brennisteinsöldu og Suðurnáms, og andstæðan, sem birtist í koldökkum og glansandi ljósgrýtishraununum, er hreint ótrúleg. Landmannalaugar eru á tungu milli Jökulgilskvíslar og Námskvíslar. Suður frá Landmannalaugum gengur hið 13 km langa Jökulgil, sem hægt er að skoða gangandi, þegar lítið er í ánni. Það þarf að vaða hana nokkrum sinnum til að komast inn í botn.

Bláhnjúkur, Brennisteinsalda, Barmur og Laugahraun eru líka vinsæl viðfangsefni göngugarpa. Landmannalaugar geta líka verið upphafsstaður gönguferðar um „Laugaveginn” suður í Þórsmörk á 3-4 dögum. Þessi leið er mjög vinsæl og tiltölulega létt (u.þ.b. 53 km). Aðstaða fyrir ferðamenn í Landmannalaugum er nokkuð góð. Þar er skáli Ferðafélags Íslands frá 1969. Hann getur hýst 110 manns eða fleiri, ef nauðsyn krefur. Snyrtiaðstaða er líka góð en tjaldstæðin eru á hörðum og ógrónum aurum, þar sem er erfitt að koma niður hælum.
Oft þarf að bera grjót á tjöldin. Grjótið er í hrúgum á tjaldstæðinu og ætlazt er til, að fólk beri það aftur í hrúgur, þegar tjöldin eru tekin niður. Landmannalaugar tilheyra Friðlandi að Fjallabaki.

Laugahraun (ríólít) gnæfir yfir Landmannalaugum.  Það nær að Grænagili, Námskvísl og Brennisteinsöldu.  Um það liggur nyrzti hluti Laugarvegar.  Gígar þess eru m.a. uppi í hlíðum Brennisteinsöldu, skammt frá stígnum.

Námshraun (ríólít) kom upp á hálsinum norðan Suður-Náma.  Hraunið flóði niður að Frostastaðavatni og að Jökulgilskvísl og vegurinn inn í Laugar var ruddur um það.

Námskvísl verður til úr nokkrum kvíslum úr Vondugiljum austan Háöldu og frá Suður-Námum.  Hún rennur með norðanverðu Laugahrauni til Jökulgilskvíslar.


Á sumrin eru Laugarnar og Landmannahellir viðkomustaður Kynnisferða hf. á hverjum degi. Áætlun er jafnframt frá Landmannalaugum um Sprengisand til Mývatns.

GPS:N63 59.626 W19 03.668

Sigalda (F-208) 27 km, Vegamót (26/F-225) 29 km Landmannahellir 20 km.<Landmannalaugar> Eldgjá 41 km, Klaustur 120 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM