landrekið brúin milli heimsálfanna reykjanes,


Reykjanesfólkvangur

 

Gönguleiðir Reykjanes


JARÐFRÆÐI SUÐVESTURLAND


ELDGOS
REYKJANES


 


.LANDREKIÐ
BRÚIN MILLI HEIMSÁLFA
.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Reykjanes Saga


 

Samkvæmt jarðfræðikenningum reka Norður-Ameríku og Evrasíuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi og annars staðar í rekbeltinu. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum, sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafs-hryggurinn) „gangi" á land á Reykjanesi.  Hann markar skil þessara tveggja fleka.  Austurhluti landsins er á Evrasíuflekanum og vesturhlutinn á Norður-Ameríkuflekanum. Skilin milli þeirra birtast ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir.

Táknræn brú var byggð milli flekanna upp af Sandvík á Reykjanesi.  Þar gefst kostur á að upplifa að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð)
.

Fyrsta skráða fund Ameríku er að finna í Grænlendingasögu, þegar Leifur heppni Eiríksson fór þangað frá Grænlandi árið 1000.  Fyrsti hvíti maðurinn, sem fæddist þar, var Þorfinnur karlsefni Snorrason, sem síðar bjó við Skagafjörð.  Þeir nefndu landið vínland, en það var líklega Nýfundna-land og nafnið fremur tákn um frjósemi landsins en að þar hafi vaxið vínviður. Mest er haldið á lofti uppgötvun Kristófers Kólumbusar frá Genúa (1451-1506).  Hann var að leita að sjóleiðarinnar til Indlands frá 1492-1504 og fór fjórum sinnum vestur um haf til þess.
Sagt er að Kristófer Kólumbus hafi setið einn vetur á Ingjaldshóli á norðanverðu Snæfellsnesi!!

Söguslóðir Suðvesturland

Staðsetning: Um 7km suður frá Höfnum á Reykjanesi um veg 425
 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM