Laugafell,

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir Ísland


 LAUGAFELL
F-752-F-821-F-881

FERÐAVÍSIR

Áður en  farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl norðan við fellið. Í munni Eyfirðinga heitir svæðið norðan Geldingsár Laugafellsöræfi. Laugarnar, sem það er kennt við eru í ás norðvestan Laugafells. Þar eru þrjár aðallaugar, sem mynda volgan læk. Meðfram honum eru valllendisbrekkur með ýmsum gróðri, þótt svæðið liggi í rúmlega 700 m hæð yfir sjó. Laugarnar eru 40-50°C heitar. Fellshalaflá, syðsti hestahagi áður en lagt er á Sprengisandsleið, er suðaustan Laugafells. Við upphlaðna laug, sem laugalækurinn rennur í, er sæluhús Ferðafélags Akureyrar, reistur árið 1948 og endurnýjaður síðan. Þessi upphlaðna laug er í manngerðri þró frá fyrri tímum. Þjóðsagan segir frá Þórunni á Grund, sem dvaldi þarna með fólki sínu á meðan svartidauði gekk yfir og þá hafi þróin verið klöppuð í móbergið. Gallinn við söguna er sá, að Þórunn fæddist u.þ.b. öld eftir að svartidauði geisaði.

Leifar fornra mannvirkja fundust á bakka Laugakvíslar. Munnmæli herma, að þessi Þórunn hafi haft þarna selstöðu og gamlir Eyfirðingar kölluðu þessar leifar Þórutóttarbrot. Þar sem jarðhitinn er mestur á svæðinu fundust smámannvistarleifar. Auðvelt er að komast að Laugafelli frá Sprengisandsleið, upp úr Eyjafjarðardal og upp úr Vesturdal í Skagafirði, en erfiðari leið liggur frá Kjalvegi, norðan Geirsöldu meðfram norðanverðum Hofsjökli.

Varmahlíð (F-752) og um Vesturárdal  93 km, Akureyri (F-821) um Eyjafjarðardal 82 km <Laugafell> Fjórðungsalda 31km Kiðagil 38 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM