Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


LAUGARVALLADALUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Aldamótaárið 1900 byggðu ung hjón sé bæ í Laugarvalladal, hjáleigu frá Brú.  Staðurinn lofaði góðu, því að hann var vel gróinn og slægjur allgóðar en þó var ekki vitað til þess, að þarna hefði staðið bær áður.  Þá var beitiland samfellt, allt suður í Sauðárdal.  Rétt við bæjarvegginn var heit lind.  Þetta var dugnaðarfólk og náði að fjölga nokkuð fé sínu til að byrja með.  Þarna var snjólétt, svo að hægt var að treysta á töluverða vetrarbeit.  Börnin komu hvert af öður, næstum árlega, og að sex árum liðnum áttu þau tvö á lífi en tvö höfðu dáið í frumbernsku eins og algengt var á þessum tíma.  Snemma vors 1906 skall á öskubylur, svo að menn mundu tæplega annað eins. Fé unga bóndans og fé, sem hann var með á fóðrum fyrir aðra, hafði verið útivið og hraktist  undan veðrinu.  Bóndi fór af stað út í hríðina til að freista þess að ná fénu saman og koma því heim. Það tókst ekki og það hraktist út að Jökulsá, þar sem það fórst allt.  Þetta varð bóndanum um megn. Hann tók inn refaeitur, stryknin.  Þegar hann var í dauðateygjunum, komu konan hans unga og tengdamóðir að honum og reyndu að hjálpa honum en gátu ekkert gert.  Úr glugga í bænum fylgdist fjögurra ára sonur hans með, nývaknaður, og skildi að ekki var allt með felldu.    Bóndi var örendur innan tíðar.  Unga ekkjan varð nú að ganga norður að Brú, um 20 km leið, og skilja börnin eftir á meðan í umsjá ömmunnar.  Þar með lauk byggð í Laugarvalladal.  „En menn sjá hann oft ganga hér um,” sagði Sigvarður, grenjaskytta og bóndi á Brú, grafalvarlegur, „sérstaklega, ef þeir gista hér einir.”

Söguslóðir á Austurlandi

Möðrudalur 71 km <Laugarvalladalur> Brú 22 km, Egilsstaðir 104 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM