SUÐVESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


MOSFELLSBÆR
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Innan bæjarlands Mosfellsbæjar er mikið um jarðhita og því margar gróðurstöðvar á svæðinu.  Frá 1933 hefur Mosfellsbær, þá Mosfellssveit, séð Reykvíkingum fyrir heitu vatni.  Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Laxness (1902-1998) var heiðursborgari Mosfellsbæjar en hann bjó þar alla sína tíð og sótti hann efnivið í margar sögur sínar í Mosfellssveit.  Mörg fyrirtæki í verzlun og iðnaði eru í bænum.  Stærsta flugfélag landsins, Antlanta, hafði höfuðstöðvar sínar í bænum, þar til það fluttist til Reykjavíkur árið 2003 og síðar í Kópavog.  Kjúklinga- og kalkúnarækt er í Mosfellsbæ og má segja að þar hafi verið unnið brautryðjendastarf hérlendis í fuglarækt og fara afurðinar á markað um allt land. Óspillt náttúra umlykur bæinn og býður upp á allt það helzta sem útivistarmenn sækjast eftir, s.s. fjallgöngur, fallegar og skemmtilegar gönguleiðir, góð skíðasvæði og veiði í ám og vötnum hvar silung og lax er að finna.

Stutt er til Þingvalla, höfuðborgin á báðar hendur og góðar samgöngur í allar áttir.
  Á 19. öld var hreppurinn stór og íbúar hlutfallslega margir.  Þeir bjuggu á dreifðum býlum frá Elliðaám að Mosfellsheiði.  Björn Þorláksson, smiður, kom upp tóvinnslu við Varmá árið 1896 og byggði íbúðarhús, sem er hluti elzta hússins í Mosfellsbæ.  Þetta framtak þróaðist í ullar- og klæðaverksmiðju og íbúðahverfi starfsfólks byggðist.  Sigurjón Pétursson, forstjóri Álafoss, kom upp aðstöðu til sundkennslu og íþróttaskóla.  Íbúum hreppsins fækkaði til 1920 en þá voru þeir 268.  Árið 1924 hófst ræktun í fyrsta gróðurhúsinu og nýting jarðhitans til ræktunar jókst, m.a. í landi Suður-Reykja og víðar.  Byggð myndaðist í kringum þennan rekstur og íbúum fjölgaði á ný (373 árið 1930).  Alþingi afhenti Reykjavík nokkrum sinnum hluta af landi hreppsins, þannig að hann minnkaði stöðugt (1923, 1929 og 1943; Elliðaár, Ártún, Árbær, Gufunes, Keldur, Korpúlfsstaðir o.fl. jarðir).  Nokkur þúsund hermenn bjuggu í bröggum í Mosfellssveit í síðari heimsstyrjöldinni (frá Lágafelli að Suður-Reykjum og Hafravatni).

Nærvera þeirra hafði hvetjandi áhrif á atvinnulífið.  Hersjúkrahús, sem
  Íslendingar tóku við eftir stríðið, var byggt við Amsterdamhver í landi Suður-Reykja.  SÍBS reisti þar vinnuheimilið Reykjalund og notaði braggana á meðan á byggingu nýja hússins stóð.  Í upphafi Vestmannaeyjagossins 1973 fluttust margir Vestmannaeyingar til Mosfellshrepps.  Árið 1970 var íbúafjöldinn 986 en fimm árum síðar voru þeir orðnir 1744.  Sveitarfélagið fékk kaupstaðarréttindi árið 1987.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM