Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem
bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir
fjölbreytt náttúrufar og fuglalíf en talið er að þar megi finna
varpstöðvar fleiri andategunda en á
nokkrum öðrum stað á jörðinni. Vatnið sjálft og svæðið umhverfis það er
þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð og sérstakar andstæður í
landslagi. Jarðmyndanir eru mjög fjölbreytilegar og
víðast hiti í jörðu, enda
er svæðið innan hins virka eldgosabeltis og eru eldgos
tíð, hið síðasta árið 1984. Þéttbýliskjarnar eru við Reykjahlíð
og Skútustaði og þar er góð og fjölbreytt þjónusta við ferðamenn, hótel og önnur gistiaðstaða og velskipulögð og notaleg tjaldsvæði.
Kísilgúrvinnsla
var í nágrenni.
Reykjahlíðar og
gufuaflsvirkjanir eru við
Kröflu í og í
Bjarnarflagi.
Vegalengdin frá Reykjavík er 488 km í Reykjahlíð.
Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 var opnuð
gestastofa við Mývatn.
Akureyri
99
km.
Húsavík
54 km,
<Mývatn>
Hrossaborg 43 km, Egilsstaðir 165 km. Herðubreiðarlindir
(F-88) 103 km Kverkfjoll
155 km (um Herdubreidarlindir 165 km), Kiðagil
(Sprengisandur) 106 km frá Reykjahlíð um Skútustaði.
.
|