Njarðvík Reykjanesbær,

Meira um Ísland


Víkingaskipið Íslendingur

safn & saga


.Landrek og brú á milli heimsálfa


Gönguleiðir Ísland

reykjavik by night.JPG (7293 bytes)
Áhugaverðir staðir á Suðvesturlandi


NJARÐVÍK
Reykjanesbær
FERÐAVÍSIR

.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sveitarfélögin Njarðvík, Keflavík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna mynduðu eitt sveitarfélag. Byggðin í Njarðvík og Keflavík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki sjáanleg nema tekið væri eftir skiltum við vegarbrúnir, sem gáfu það til kynna. Aðalatvinnuvegur Njarðvíkinga hefur löngum verið sjósókn og fiskvinnsla en iðnaður hefur vaxið mjög sem og þjónusta við Keflavíkurflugvöll, stærsta flugvöll á landinu.

Njarðvík er breið vík sem gengur til suðurs úr Stakksfirði.  Byggðin í Njarðvík skiptist í Ytri - og Innri-Njarðvík. Ekki er ljóst hvenær sú skipting varð en það var snemma á öldum.  Talið er að kirkja hafi verið reist í Njarðvík á 11. öld.  Eftir það var víkin kölluð Kirkju-Njarðvík.  Fram til 1515 var Njarðvík í bændaeign en eftir það í eigu konungs að minnsta kosti til loka 18. aldar.  Sveinbjörn Egilsson rektor bjó í Innri-Njarðvík.

Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag.  Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verzlunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps.  Njarðvíkurnar fengu þá  sjálfkrafa verzlunarréttindi og hreppurinn fékk nafnið Keflavíkurhreppur.  Árið 1942 var hreppunum skipt og Njarðvík varð aftur sjálfstætt sveitarfélag

Í Njarðvík er byggðasafn staðarins og þar hefur þurrabúðin Stekkjarkot, dæmigert heimili frá síðustu öld, verið endurbyggð. Í Reykjanesbæ er mikil körfuboltaiðkun og lið Njarðvíkinga er talið eitt hið bezta á landinu og keppir nær alltaf um Íslandsmeitaratitilinn, oftast við sveitunga sína frá Keflavík og Grindavík. Ferðaþjónusta er mjög vaxandi og stærsta verzlun á Suðurnesjum er í Njarðvík. Vegalengdin frá Reykjavík er 47 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM