NORÐURLAND

FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Skipulagðar ferðir
Menning & saga
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


ÓLAFSFJÖRÐUR
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Kirkjur
Norðurland

 

Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir.  Ólafsfjörður, Siglufjörður, og fleiri staðir á Norðurlandi og Vestfjörðum, hafa alið marga af landsins beztu skíðamönnum, s.s. Kristinn Björnsson, sem var meðal beztu skíðamanna heims í Alpagreinum.

Norrænu greinarnar hafa þó ætíð skipað veglegan sess hjá Ólafsfirðingum og hafa þeir lengi státað af góðum stökk- og göngumönnum. Verðurblíða getur orðið mikil í Ólafsfirði og er þar boðið upp á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn allan ársins hring. Veggöng gegnum Ólafsfjarðarmúla, alls 3,4 km tengja kaupstaðinn við Eyjafjörð.

Sveitarfélögin Ólafsfjörður og Siglufjörður voru sameinuð í Fjallabyggð árið 2006 eftir að vænta mátti samgöngubóta milli kauptúnanna.  Það var þó ekki fyrr en 2. október 2010, að tvenn göng voru opnuð milli þeirra.  Göngin frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð eru 6,9 km löng og þaðan til Siglufjarðar eru hin göngin 3,7 km löng.  Áætlanir um notkun ganganna voru fremur varfærnar, svo það kom flestum þægilega á óvart, að umferð um þau var verulega meiri en væntingar.

Það er heillaráð að halda áfram norður Tröllaskagann frá Akureyri, sé fólk á vesturleið eða öfugt fyrir þá, sem eru á leið um Skagafjörðinn og Hofsós til Akureyrar.  Leiðin er afskaplega falleg og Siglufjörður og Ólafsfjörður taka vel á móti ferðamönnum.

Vegalengdin frá Reykjavík er 416 km til Akureyrar 61 km.

 Siglufjörður 62 km um Lágheiði. 15 km um Héðinsfjarðargöng<Ólafsfjörður> Dalvík 17 km
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM