Reynistaður Skagafjörður,

Meira um Ísland


Klaustur á Íslandi


Reynistaðarkirkja

 


REYNISTAÐUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Bæjardyrahús á ReynistaðReynistaður er bær og kirkjustaður u.þ.b. 10 km sunnqn Sauðárkróks utan Langsholts við Staðará (Sæmundará).  Þar hét áður Staður á Reynisnesi.  Þar var og er stórbýli og fyrrum jarlssetur (Gissur Þorvaldsson).  Eftir lát Kolbeins unga varð Brandur Kolbeinsson (1211-1246) goði.  Þórður kakali lét drepa hann eftir bardagann í Haugsnesi og var þá lokið veldi Ásbirninga.

Nunnuklaustrið var stofnað að Reynistað árið 1295 og það stóð til 1552.  Það var vellauðugt og átti m.a. 50 jarðir.  Eftir siðaskiptin sátu þar tíðum sýslumenn og umboðsmenn klausturjarða.  Eggert Gunnlaugsson Briem (1811-18
94) var síðasti sýslumaðurinn, sem sat þar.

Alþingismaðurinn Jón Sigurðsson (1888-1972) fæddist og bjó þar lengi.

Kunn er sagan um Reynistaðarbræður.

Kirkjan að Reynistað er timburhús.  Þar er predikunarstóllinn fyrir framan altarið, líkt og í öðrum fimm kirkjum hérlendis.  Hún er útkirkja frá Glaumbæ síðan 1960 en sókninni var þjónað frá Sauðárkróki áður.  Nú er hún sjálfstætt prestakall, Reynistaðarklausturþing.

Bæjardyraportið er með stafverksgrind af þeirri gerð sem víða tíðkaðist hér á landi á 18. öld þegar áhrifa bindingsverks var tekið að gæta. Öll smíði ber þess vitni að vel hafi verið til hússins vandað í sinni tíð og eru margir viðanna prýddir strikum.

Gömlu bæjarhúsin á Reynistað voru tekin niður skömmu eftir 1935 en þessu húsi var leyft að standa áfram. Um 1960 var það flutt til og byggð utan um það steinsteypt skemma. Í henni var portið fram til 1999 en þá voru viðirnir teknir niður og lagfærðir. Bæjardyraportið var síðan reist skammt frá upphaflegum stað og að því hlaðnir torfveggir og torf sett á þakið.

Framkvæmdir síðustu ára hafa notið mikils tilstyrks Byggðasafns Skagfirðinga og menntamálaráðuneytis. Húsið hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1999.
Mynd: Þjóðminjasafn

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM