landmannahellir domadalur Rout

Rjúpnavellir heimasíða


Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

 

.
 RJÚPNAVELLIR
.Hverng kemst ég þangað?
 


[Flag of the United Kingdom]
In English


Gönguleiðir


Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav


Bus for Hiking Hellismannaleid

 


Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.
Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.
Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.
Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni: Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.
Landmannahellir er vinsæll áningarstaður fyrir hestahópa jafnt sem göngufólk, fallegur staður að fjallabaki.
Veiðivötn eru miðstöð veiðimanna, þar er mikið fuglalíf og sérstakt landslag.

Fært er öllum bílum að Rjúpnavöllum, sem eru rétt fyrir ofan Galtalækjarskóg. Hægt er að fara þangað daglega með rútu og einnig í Landmannahelli og Landmannalaugar. Nauðsynlegt er að láta Kynnisferðir og Trex vita um farþega á þessum stöðum og í hvora áttina þeir ætla að fara.
Góð bílastæði fyrir gesti og gangandi!!!

Gisting á Rjúpnavöllum

Gisting er í tveimur nýlegum skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi.

Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi.

Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.

Hestafólk.

Frá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn.

Mótorhjólafólk.

Í næsta nágrenni við Rjúpnavelli eru endalausir möguleikar á að finna skemmtilegar leiðir fyrir bæði mótorhjóla- og fjórhjólafólk.

Ferðaþjónustan að Rjúpnavöllum í Landsveit.

Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum er einnig tilvalinn staður fyrir ýmsar uppákomur og tækifæri svo sem vinnufundi, stórafmæli, ættarmót, dagsferðir, kajakferðir og fleira.

Staðsetning Rjúpnavalla í jaðri hálendisins gefur möguleika á skemmtilegri og spennandi vetrarútivist s.s göngum, vélsleða- og jeppaferðum.

Þjónusta:

Frábær sundlaug er í Laugalandsskóla, með pottum og gufu, akstursleið 30 mín. Ýmsar verslanir og þjónusta á Hellu, akstursleið 40 mín.

Netfang: info@rjupnavellir.is
rjupnavellir@simnet.is

 


BACK               Nat.is - Box 8593 108 Reykjavik- tel.: +354-898-0355 - nat@nat.is - about us - sources               HOME