Sandgerði,

Gönguleiðir Ísland

reykjavik by night.JPG (7293 bytes)
Áhugaverðir staðir á Suðvesturlandi


SANDGERÐI
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Sandgerði er sjávarþorp á vestanverðu Rosmhvalanesi. Unnið hefur verið að miklum hafnarbótum þar á síðustu áratugum og byggist mannlíf allt á sjósókn og fiskvinnslu. Fjöldi báta og skipa eru gerð út frá Sandgerði og þar er ein af fáum sjómannastofum, sem eftir eru, Sjómannastofan Vitinn.  Sérstakt þekkingarsetur er í Sandgerði og er þar leitast við að tengja saman land og þjóð, mann og umhverfi og náttúru og sögu.

Húsið Sandgerði sem þorpið dregur nafn sitt af blasir við þegar ekið er inn í þorpið frá Garði en það hús var byggt úr timbri, sem var um borð í skipinu Jamestown en það rak mannlaust inn í Hafnir árið 1870. Boðið er upp á sjóstangaveiði, hvalaskoðunarferðir (hrefnur, háhyrningar og fleiri smáhveli) og skemmtisiglingu út í Eldey frá Sandgerði.

Vegalengdin frá Reykjavík er 56 km.

.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM