NORÐURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


SAUÐÁRKRÓKUR
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Rútuferðir innan Skagafjarðar


Kirkjur
Norðurland

 

Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir.

Steinullarverksmiðjan hóf rekstur 1985. Ferðaþjónusta er í örum vexti, enda er margt að skoða í sjálfum bænum og nágrenni. Þessi vinalegi kaupstaður, sem er á hárri fallegri strönd við fjörðinn, býður upp á skemmtilegt útsýni til tígnarlegra fjalla og fagurrar náttúru. Fyrir utan Sauðárkrók eru eyjarnar Drangey og Málmey. Farnar eru skipulagðar ferðir út í Drangey og er fólki boðið að ganga upp á eyna í fylgd reyndra heimamanna. Bílferðir eru út á Reykjaströndina. Þar er jarðhiti og mikið af rekaviði og gaman er að skoða steinvölur í öllum regnbogans litum í fjörunni. Sauðkrækingar, eins og aðrir Skagfirðingar, eru miklir hestamenn og eru haldin árleg hestamannamót að Vindheimum í Skagafirði.

Sæluvika Skagfirðinga er árlegur viðburður, sem dregur til sín fólk alls staðar að og er þá mikið um dýrðir. Sjóbirtingsveiði má stunda frá ströndinni og góð veiði er í nálægum vötnum og ám. Bátaleiga og hestaleiga eru á boðstólunum og 9 holu golfvöllur er fyrir ofan bæinn.

Vegalengdin frá Reykjavík er 321 km um Hvalfjarðargöng.
Blönduós um Ljósavatsskarð (744) 50 km,

Vötn á skaga Skagaströnd um Skaga (745) 98 km. <Sauðárkrókur> Varmahlíð 24 km, Hofsós 37 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM