SUÐVESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


SELTJARNARNES
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Seltjarnarneskaupstaður stendur vestast á samnefndu nesi. Góð verzlunarþjónusta er á Seltjarnarnesi og einnig eru mörg fyrirtæki í léttum iðnaði með aðsetur sitt þar. Útifyrir nesinu er Grótta með sinn fræga Gróttuvita en þar er fjölbreytt fuglalíf og landið friðlýst. Mjög er áhugavert að stunda gönguferðir um Seltjarnarnes og þá sérstaklega um fjörur og í kringum Bakkatjörn en þar, sem víðast á nesinu, er einnig fjölbreytt fuglalíf.

Stórkostlegt útsýni er frá nesinu út yfir Faxaflóa og sólarlagið þar þykir undurfagurt. Bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur eru ekki merkjanleg en samruni bæjarfélaganna er ekki fyrirsjáanlegur, enda Seltirningar stoltir og ánægðir með sitt sveitarfélag, og það að sönnu.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM