AUSTURLAND
FERÐAVÍSIR

Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 
SEYÐISFJÖRÐUR
FERÐAVÍSIR
 

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Hann er og var mikill síldarbær en atvinnulífið nú tengist mest útgerð og fiskvinnslu. SR mjöl rekur eina stærstu fiskimjölverksmiðju landsins á staðnum. Margir Norðmenn fluttu til Seyðisfjarðar á síðari hluta 19. aldar og eru þar mörg falleg timburhús, sem byggð voru um aldamótin 1900. Húsin, sem eru af norsk/svissneskri ætt, bera eitthvert bezt varðveitta svipmót aldamótanna í kaupstað hérlendis og laða til sín fjölda ferðamanna ár hvert. Elzta landssímastöðin er á Seyðisfirði en fyrsti sæstrengur síma var lagður þangað frá útlöndum árið 1906. Seyðisfjörður var mikilvæg  herstöð bandamanna í heimsyrjöldinni síðari og á botni fjarðarins liggur olíuskipið El Grillo sem Þjóðverjar sökktu og olli olíumengun síðla á 20. öldinni. Margir áhugaverðir staðir eru við Seyðisfjörð og má þar nefna Fjarðarsel, sem er fyrsta riðstraumsvirkjun á landinu, byggð 1913, og Dvergastein.

Góð gisti- og veitingaaðstaða er í Seyðisfirði og fjölmargt í boði fyrir ferðamenn. Staðarfjallið heitir Bjólfur (1083) eftir landnámsmanninum.  Snjóflóð úr Bjólfi hafa löngum valdið skaða.

Sunnan fjarðar eru Hánefsstaðir.  Á Hánefsstaðaeyri var var byggð á fyrri hluta 20. aldar.  Þar var rekinn verzlun frá 1792 á vegum Dines Jespersens og síðar fleiri.  Stjórnvöld töldu reksturinn ólöglegan og hann var lagður af 1805.  Verzlun hófst ekki á ný fyrr en um miðja 19. öld á Vestdalseyri.  Þar eru enn þá rústir húsa.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 680 km um Hvalfjarðargöng.

Seyðisfjörður
>
Egilsstaðir 27 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM