SNORÐURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


 


SIGLUFJÖRÐUR
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Þjóðlagasetrið á
Siglufirði


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Rútuferðir innan Skagafjarðar
& til Siglufjarðar


Kirkjur
Norðurland

Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu. Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stærsta mjölverksmiðja landsins. Þar er síldarminjasafn og síldarhátíðir eru haldnar þar á hverju sumri.  Eftir að síldin hvarf í þrjá áratugi, byggðu Siglfirðingar upp öflug fiskvinnslufyrirtæki og útgerð og er atvinnuástand þar gott, en mikil niðursveifla varð þegar síldin hvarf. Ferðaþjónusta er fjölbreytt og áhugavert er að skoða nágrenni Siglufjarðar, s.s. Héðinsfjörður og Siglunes. Skíðaíþróttin er stunduð af miklum krafti og margir beztu skíðamenn landsins eru frá Siglufirði og er aðstaða til að stunda allar greinar íþróttarinnar upp á hið allra bezta.

Siglfirðingar tala oft um tvenn norsk landnám, hið fyrra, þegar Þormóður rammi nam land um aldamótin 900, og hið síðara, þegar Norðmenn gerðu Siglufjörð að síldarhöfuðstað heimsins árið 1903. (Nánar um Siglujörð og síldina sjá áhugaverðir staðir.

Sveitarfélögin Ólafsfjörður og Siglufjörður voru sameinuð í Fjallabyggð árið 2006 eftir að vænta mátti samgöngubóta milli kauptúnanna.  Það var þó ekki fyrr en 2. október 2010, að tvenn göng voru opnuð milli þeirra.  Göngin frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð eru 6,9 km löng og þaðan til Siglufjarðar eru hin göngin 3,7 km löng.  Áætlanir um notkun ganganna voru fremur varfærnar, svo það kom flestum þægilega á óvart, að umferð um þau var verulega meiri en væntingar.

Það er heillaráð að halda áfram norður Tröllaskagann frá Akureyri, sé fólk á vesturleið eða öfugt fyrir þá, sem eru á leið um Skagafjörðinn og Hofsós til Akureyrar.  Leiðin er afskaplega falleg og Siglufjörður og Ólafsfjörður taka vel á móti ferðamönnum.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 401 km um Hvalfjarðargöng.

Hofsós 58 km <Siglufjörður> Ólafsfjörður 62 km um Lágheiði, 15 km um Héðinsfjarðargöng
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM