NORÐURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


SKAGASTRÖND
HÖFÐAKAUPSTAÐUR
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Skagaströnd er kauptún á vestanverðum Skaga milli Spákonufells og Spákonufellshöfða, sem gengur í sjó fram.  Bærinn stendur við víkina sunnan höfðans.  Ekki er getið um sérstakt landnám á Skagaströnd en Þórdís spákona, sem bjó þar á 10. öld, var fjölkunnug og ráðrík.  Verzlunar er fyrst getið í heimildum árið 1586 en vafalítið hefur hún hafizt fyrr.  Í upphafi einokunarverzlunarinnar árið 1602 varð Skagaströnd löggiltur verzlunarstaður.  Þá var talað um að verzla í Höfða og nafnið Höfðakaupsstaður varð til.  Nafnið Skagaströnd er líklega tilkomið vegna þess hve erfitt var fyrir dönsku kaupmennina að bera hitt nafið fram. Lítils háttar byggð myndaðist í kringum verzlunina á síðari hluta átjándu aldar og húsum fjölgaði um miðja nítjándu öldina, þegar saltfiskverkun til útflutings hófst þar. Alvöruþéttbýli fór ekki að myndast fyrr en eftir aldamótin 1900, þegar umbætur urðu í útgerð og fiskverkun.  Bærinn óx mest um miðja 19. öldina á síldarárunum. 

Þá var höfnin stórbætt og síldarbræðsla byggð ásamt tveimur frystihúsum.  Íbúum fækkaði verulega, þegar síldin brást og togaraútgerð hófst ekki fyrr en á sjöunda áratugnum. Meira um Skagaströnd

Vegalengdin frá Reykjavík er um 257 km um Hvalfjarðargöng.

Blönduós 23 km <Skagaströnd> Varmahlíð 74 km, Sauðárkrókur um Skaga (745) 98 km.

.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM