Meira um Ísland


SKEIÐAÁVEITAN

Fyrsta traktórsgrafan grefur vatnsveitu á Skeiðum, 1962.
FLÓAVEITAN


SKEIÐ
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Svæðið milli Flóa og Stóru-Laxár og Þjórsár og Hvítár er kallað Skeið.  Landslagið er flatt og mýrlent og undirstaðan er víðast hluti víðáttumikils hrauns, sem rann frá gígum á Heljargjársvæðinu vestan Vatnajökuls.  Þetta hraun er talið 8000 ára, 800 km² og Hvítá og Þjórsá renna meðfram því til sjávar.  Fjalllendi er aðeins að finna á ofanverðum Skeiðum, s.s. Vörðufell og hluta svokallaðra Hreppafjalla.  Árið 1924 var Þjórsáráveitan grafin á Skeiðum.  Þetta var dýrt verk en mjög gagnlegt.  Ræktun er mikil á Skeiðum og allþéttbýlt.

Skeiðaréttir eru rétt sunnan Reykja.
  Þær eru frá 1881 en hafa verið endurbyggðar síðan, síðast vandlega á aldarafmælinu. Veggir réttanna eru u.þ.b. axlarháir og tyrfðir að ofan.  Nátthólfið er stórt og mikið, hringlaga svæði.  Þar draga Skeiða- og Flóamenn fé sitt sundur.  Þegar fé var flest voru u.þ.b. 15 þúsundir fjár réttaðar þar. 

Hvítá tekur stundum upp á því, að flæða yfir hluta Skeiðanna, þegar ís hrannast upp í hláku við Hestfjall.  Hestfjall er í Grímsnesi, handan ár. 
Á Brautarholti er jarðhiti, sem er nýttur í góða sundlaug.

Selfoss 15 km
<Vegamót 1 og 30 Skeið> Laugarás 28 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM