Bjöllur og fiðrildi,

Meira um Ísland


BJÖLLUR og FIÐRILDI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Bjöllur (coleoptera)
Hérlendis hafa fundizt í kringum 240 tegundir, u.þ.b. 150 úti í náttúrunni, 30 innanhúss og 60 eru flækingar að utan.  *Jötunuxar (staphylinitae) og **smiðir (carabidae).
*Jötunuxar.  Hérlendis hafa fundizt u.þ.b. 70 tegundir.  Alls eru tegundirnar u.þ.b. 20.000 í heiminum.
**Smiðir.  Hérlendis hafa fundizt u.þ.b. 30 tegundir.  Alls eru þær í kringum 20.000 í heiminum.


Fiðrildi (lepitoptera)
Hérlendis hafa fundizt í kringum 100 tegundir, rúmlega 60 innlendar (7 innanhússteg.) og restin er flækingar.  Allar innlendu tegundirnar eru náttfiðrildi (moths), þannig að hér þrífast ekki dagfiðrildi (butterflies; u.þ.b. 400 teg. Í V-Evrópu).  Náttfiðrildi eru lítt litskrúðug.

Skortítur (hemiptera)
Hérlendis hafa fundizt u.þ.b. 80 tegundir, þ.á.m. blaðlýs, skjaldlýs o.fl.

Stökkmor (collembola)
Hérlendis hafa fundizt u.þ.b. 80 tegundir.  Þetta eru jarðvegsskordýr, sem eru mikilvæg fyrir rotnun jurta- og dýraleifa.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM