Snæfellsjökull,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


SNÆFELLSJÖKULL

.

.

Ferðaáætlanir

Rútur-Ferjur-Flug


Ferðast á fróni 
á eigin vegum

 

Snæfellsjökull (1446m) er meðal formfegurstu jökla landsins. Flatarmál hans hefur minnkað mikið, þannig að vart er meira eftir en u.þ.b. 7 km². Hann hvílir á keilulaga eldfjalli, sem hefur ekki gosið síðustu 1800 árin og umhverfis það eru nokkur hraun og fallegir gígar frá nútíma. Sum hraunanna hafa runnið í sjó fram og styrkt yzta hluta Snæfellsness gegn ágangi sjávar. Gosin í Snæfellsjökli eru talin hafa verið bæði sprengigos og hraungos, eins og glögglega má sjá í hlíðum fjallsins.

Gígur þess er u.þ.b. 200 metra djúpur. Hann er fullur af ís og umhverfis hann eru íshamrar. Hæstu hlutar hans eru kallaðar Jökulþúfur. Snæfellsjökull er auðveldur uppgöngu en það verður að gæta sín á sprungum á leiðinni. Stytzta leiðin er af Jökulhálsi og útsýnið er frábært af jöklinum í góðu veðri. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu fyrstir á jökulinn árið 1754. Snjófell hf. á Arnarstapa hefur boðið snjósleða- og snjóbílaferðir á jökulinn.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní 2001.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM