AUSTURLAND
FERÐAVÍSIR

Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


STÖÐVARFJÖRÐUR
FERÐAVÍSIR

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Við Stöðvarfjörð norðanverðan er samnefnt kauptún. Þar hófst verzlun árið 1896 og byggðarkjarni myndaðist út frá henni. Aðalatvinnuvegur Stöðfirðinga er fiskvinnsla og útgerð en sjósókn hefur verið stunduð þar lengur en víðast annars staðar á Austfjörðum. Þorskeldi var stundað á Stöðvarfirði, en það þykir sérstakt hérlendis.  Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir (24.12.1922-10.01.2012) og fjölskylda hennar á Stöðvarfirði safnaði stærsta einkasteinasafni í heimi.  Víða um Austfirði má finna sjaldgæfa og sérkennilega steina.  Petra fann upphaflega flesta steina sína í fjöllunum við Stöðvarfjörð.  Nafn fjarðarins og kaupstúnsins er dregið af verstöðvum, sem voru þar fyrrum.

Margir áhugaverðir staðir og skemmtilegar gönguleiðir eru við Stöðvarfjörð, s.s. brimhverinn Saxi niðri við sjó í landi Bæjarstaða, merkilegt náttúrufyrirbrigði, sem best er að skoða þegar hreyfir vind. Steðjinn er um klst. göngu frá kauptúninu. Þar er stórt kerald, sem sagt er að íbúar hafi flúið í, þegar Tyrkir fóru ránshendi um Austurland 1627.
Vegalengdin frá Reykjavík er 659 km um suðurströndina.

Fáskrúðsfjörður 28 km.<Stöðvarfjörður> Breiðdalsvík 17 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM