VESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


STYKKISHÓLMUR
FERÐAVÍSIR

.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með flóasundum á milli.  Þarna eru þrír aðalklettahryggir, sem liggja frá norðaustri til suðvesturs, Ytrihöfði, Höfði og Steinólfshóll.  Bærinn ber nafn sitt af klettahólmanum Stykki, sem er nú undir aðalbryggjunni. Höfnin er góð frá náttúrunnar  hendi, þar sem Súgandisey, sem er tengd landi með hafnargarði, liggur þvert fyrir landi og ver hana fyrir norðanáttinni.  Nánar um Stykkishólm undir áhugaverðir staðir hér að neðan. Fransiskussystur komu til landsins árið 1935 og reistu sér klaustur, skóla, prentsmiðju og kirkju í Stykkishólmi. Þær byggðu síðan spítala þar af miklum stórhug og er hann starfræktur enn þá.  Árið 2009 voru þær aðeins fjórar og ákveðið var að þær hættu og Maríusystur tækju við starfseminni. Amtbókasafnið var stofnað árið 1847 og árið 1960 var byggt hús  yfir það á Þinghúshöfða.

Frá Stykkishólmi eru ógleymanlegar skoðunarferðir milli hinna fjölmörgu eyja Breiðafjarðar.  Almennt má segja að ferðaþjónusta í Stykkishólmi sé mjög fjölbreytt og er þar m.a. boðið upp á veiði á sjó, í vötnum og ám.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 172 km um Hvalfjarðargöng og Kerlingarskarð.

Grundarfjörður 46 km <Stykkishólmur> Búðardalur 86 km, Borgarnes 98 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM