SUÐURLAND
 FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.GALDRAR
GALDRABRENNUR


 


ÞINGVELLIR
FERÐAVÍSIR
Hverng kemst ég þangað?

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishLandrek


Gönguleiðir Þjóðgarðurinn
Hengilsvæðið


Þingvallavatn

Flag of Iceland
Þjóðgarðar

Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðgarðurinn var stofnaður 1930. Þingvallavatn er stærst stöðuvatna á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjávarmáli. Vatnið er hið fjórða dýpsta á landinu.  Árið 1990 hófst framleiðsla á heitu vatni til húshitunar á háhitasvæðinu að Nesjavöllum og haustið 1998 hófst þar raforkuframleiðsla fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. Sogið, 19 km langt, mesta lindá landsins og góð laxá, er afrennsli vatnsins. Á yfirborði rennur aðeins rösk 10% aðrennslisins til vatnsins, þ.e. Öxará, Villingavatnsá og Ölfusvatnsá auk örsmárra lækja, mestur hlutinn er lindarvatn.

Umhverfið er mjög ólíkt landslagi annars staðar á Suðurlandi, kjarri vaxin hraunin með djúpum misgengisgjám og tignaleg móbergsfjöll, sem setja sérstakan svip á umhverfið.  Þingvellir bættust á Heimslista UNESCO sumarið 2004.
Vegalengdin frá Reykjavík til Þingvalla er 49 km og 20 km um Nesjavallaveg til Nesjavalla.

Reykjavík 49 km,
Húsafell 65 km um Kaldadal <Þingvellir> Laugarvatn 24 km um Gjábakkaveg,  Selfoss 39 km.
.TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM