Þjóðgarðurinn Þingvellir, Þjóðbarðurinn Skaftafell

Gönguleiðir á Íslandi


Söfn á Íslandi


Þjóðgarðar


ÞJÓÐGARÐARNIR ÞINGVELLIR og SKAFTAFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Ferðaheimur

Þingvellir er sögufrægasti staður landsins og er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og hinn forna þingstað við Öxará. Þingvallaþjóðgarðurinn hefur verið friðaður frá 1928. Þingvallavatn er stærst stöðuvatna á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjávarmáli. Vatnið er hið fjórða dýpsta á landinu. 

Árið 1990 hófst framleiðsla á heitu vatni til húshitunar á háhitasvæðinu að Nesjavöllum og haustið 1998 hófst þar raforkuframleiðsla fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið.
Sogið, 19 km löng og mesta lindá landsins og góð laxá, er afrennsli vatnsins. Á yfirborði rennur aðeins röskur tíundi hluti aðrennslisins til vatnsins, þ.e. Öxará, Villingavatnsá og Ölfusvatnsá auk örsmárra lækja, mestur hlutinn er lindarvatn.  
Umhverfið er mjög ólíkt landslagi annars staðar á Suðurlandi, kjarri vaxin hraunin með djúpum misgengisgjám og tignaleg móbergsfjöll, sem setja sérstakan svip á umhverfið. Vegalengdin frá Reykjavík til Þingvalla er 49 km og 20 km um Nesjavallaveg til Nesjavalla.

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967) og nágrenni geymir einhverjar mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðalangar sækja mjög í Skaftafell að sumri til enda er náttúrufegurð einstök sem og veðurblíðan. Í Þjóðgarðinum eru engir akvegir nema heimreið að bæjum. Í september 2004 var ákveðið að stækka þjóðgarðinn og bæta við hann stærri svæðum af Vatnajökli, þannig að hann nær yfir 57% af honum  Einnig var Lakasvæðinu bætt við.  Heildarflatarmál hans eftir breytingarnar er 4807 ferkílómetrar. Við tjaldsvæðið eru bílastæði en þaðan liggja merktar gönguleiðir um þjóðgarðinn. Á staðnum bjóða landverðir upp á fjölbreyttar gönguferðir sem auglýstar eru í þjónustumiðstðinni. Má þar nefna Giljaleið að Svartafossi, sem tekur um 2 klst. Og gönguleið á Sjónarsker eða að rótum Skaftafellsjökul. Af lengri leiðum má nefna gönguleið á Kristínartinda, að upptökum Skeiðarár og í Bæjarstaðarskóg og inn Mosárdalinn í Kjós. Jafnframt eru í boði dagsferðir í Lakagíga en Lakagígar eru eldstöð um 25 km löng gígaröð á Síðumannaafrétti, sem gaus 1783. Vegalengdin frá Reykjavík er 340 km.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 var gestastofan í Skaftafelli tileinkuð öllum þjóðgarðinum. Gestastofa Þjóðgarðsins er líka á Kirkjubæjarklaustri.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM