Jökulsárgljúfur þjóðgarður,
Flag of Iceland
Þjóðgarðar


Meira um Ísland


Gönguleiðir á Íslandi


JÖKULSÁRGLJÚFUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum vestanverðu í landi bæjanna Svínadals og Áss (hluti Ásheiðar 1974). Ásbyrgi varð hluti garðsins 1978, en heyrir líka undir Skógrækt ríkisins. Þann 7. júní árið 2008 varð þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Gljúfur Jöklu, einhver hin mikilfenglegustu á landinu, eru u.þ.b. 25 km löng, upp undir hálfur km á breidd og allt að 100 m djúp.

Efri hlutinn, sem nær frá
Dettifossi að Syðra-Þórunnarfjalli, er svipmestur og allt að 120 m djúpur. Áhugaverðir staðir í þjóðgarðinum eru m.a. Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Hólmatungur,  Selfoss og Hafragilsfoss og austan ár og utan þjóðgarðs, eru Forvöð. Sumum finnst Jökulsárgljúfur fegursti staður á landinu til gönguferða, bæði lengri og skemmri, og það má til sanns vegar færa. Gönguleiðum er vel lýst í bæklingi þjóðgarðsins. Áhugamenn um jarðfræði, flóru og fánu finna þar líka góðar lýsingar.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM