Þorlákshöfn meira,
[Flag of the United Kingdom]
In English


Gönguleiðir Ísland


ÞORLÁKSHÖFN
MEIRA

Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár, með um 1.450 íbúa.  Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði.  Laxdælasaga segir frá komu Auðar djúpúðgu til landsins, þegar skip hennar brotnaði á Vikrarskeiði og fé og menn björguðust.  Þar er nú Hafnarskeið og Hraunskeið vestan Ölfusárósa.  Ströndin þar var styttri vegna þess, að Ölfusá fell vestar til sjávar og þar stóðu bæirnir Óseyrarnes og Drepstokkur.  Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193) og fer tvennum sögum af tilkomu nafnsins. Önnur sagan segir að staðurinn hafi fengið þetta nafn eftir að Þorlákur biskup steig þar á land er hann kom frá biskupsvígslu 1178. Hin sagan segir að eigandi jarðarinnar hafi í sjávarháska heitið á Þorlák helga sér til liðsinnis og svo gefið Skálholti jörðina. Talið er að áður hafi jörðin heitið Elliðahöfn.  Kirkja heilags Þorláks stóð þar í kaþólskum sið og þar var öldum saman kunn verstöð.  Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgeng að róið væri á 20-30 skipum frá Þorlákshöfn og hafa því íbúarnir þá verið um 3-400 yfir vertíðina.  Núverandi þéttbýli myndast um og upp úr miðja síðustu öld í kjöflar uppbyggingar öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. Mikil fólksfjölgun varð einnig á 8. áratugnum eftir eldgosið í Heimaey.

Fyrsta hafnargerð hófst 1929.  Miklir og sérstæðir brimbrjótar voru settir upp við hafnargerðina 1974-76 og eru þeir úr gríðarstórum steinsteyptum steinum - dólosum - sem hver um sig vegur yfir 9 tonn en rúmlega 2900 steinar fóru í það verk.

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er á Bæjarbókasafni Ölfuss sem staðsett er í Ráðhúsi Ölfuss. Þar er einnig kaffihús. Í skrúðgarði Þorlákshafnar er hægt að skoða ljósmyndasýningu, en ný sýning er sett upp á hverju vori. Við bæjarmörkin er 18 holu golfvöllur.  Rútur ganga frá Reykjavík til Þorlákshafnar og ferja þaðan til Vestmannaeyja. Árin 2007 og 2008 er unnið að byggingu glæsilegrar íþróttaaðstöðu, nýrrar sundlaugar og tjaldstæðis í Þorlákshöfn.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Olfus.is

 Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir