Urðarháls,

Gönguleiðir Ísland

Vísindavefurinn
Ketillinn í Urðarhálsi


URÐARHÁLS
GÆSAVATNALEIÐ
Hvernig kemst ég þangað
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Urðarháls er jökulsorfin grágrýtisdyngja, hæst 1025 m, þakin stórgrýti, sem gerir hina 7-8 km ökuleið yfir hálsinn seinfarna. Urðarháls er ekki spennandi á að líta, en þegar upp er komið blasir við eitt af náttúruundrum landsins. Þar opnast risastór sigketill, um 100 m djúpur, 1100 m langur og 800 m breiður, sem er smám saman að fyllast af sandi. Austan Urðarháls er u.þ.b. 20 km breiður aurfláki, þar sem vestustu kvíslar Jökulsá á Fjöllum bregða oft á leik og stríða ferðamönnum. Þetta eru hinar svökölluðu Leirur eða Flæður, sem þarf að aka yfir, fyrst í átt að Holuhrauni og síðan í norðaustlæga stefnu, fyrir endann á hrauntungu frá Dyngjufjöllum, að vestanverði Vaðöldu.

Sé vatnsflaumur á Leirunum, þegar ekið er yfir, þarf að setja farartækið í lága fjórhjóladrifið og lægsta gír og aka viðstöðulaust, því að það grefur umsvifalaust undan því, ef einhvers staðar er stanzað á leiðinni. Stundum geisa þarna sandstormar í þurru og hvössu veðri, þannig að ekki sést út úr augum. Þá er gott að hafa GPS-tæki eða áttavita við höndina.

Kistufell 7 km <Urðarháls> Holuhraun 2 km,  Askja (Drekagil) 48 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM