Veiðivötn á Landmannaafrétti,

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir Ísland

 


VEIÐIVÖTN
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir

Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Veiðivötn eru meðal fegurstu svæða landsins. Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, þegar gaus á Veiðivatnasprungunni, allt frá Landmannalaugum að Jökulheimum. Vötnin eru u.þ.b. 50 af öllum stærðum og gerðum en flest svokölluð gígvötn. Veiðivatnasvæðið er u.þ.b. 20 km langt og 5 km breitt frá suðvestri til norðausturs.  Mörg vatnanna hafa að- og frárennsli neðanjarðar, því berggrunnurinn á þessu svæði er mjög gropinn. Nyrst og austast eru Hraunvötn. Við sum vötnin eru gróðurvinjar og gróðurinn þarna er mjög viðkvæmur. Það finnst silungur í 20-30 þessara vatna.

Fyrir 1920 gat aðgætinn maður oftast skorið úr, eftir lit og lögun, úr hvaða vatni fullvaxinn urriði var veiddur. Árið 1918 spjó Katla svo mikilli ösku yfir vatnasvæðið, að nærri kæfði allan gróður. Þá þvarr veiði svo í vötnunum, að eigi fékkst nema einn og einn gamall horslápur en beinagrindur lágu með löndum. Eftir 4-5 ár fór að votta fyrir ungviði og fór veiði svo vaxandi næsta áratug í Veiðivötnum.

HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA

Sigalda 36 km <Veiðivötn> Jökulheimar 40 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM