SUÐURLAND
 FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 

 


VESTMANNAEYJAR
FERÐAVÍSIR
 

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Scheduled, Charter
Sightseeing Flights

 

Vestmannaeyjar - perlan í hafinu - eru eyjaklasi suður af landinu. Eyjarnar eru  15 eða 16.  Surtsey er syðst en Elliðaey nyrzt. Surtsey varð til i miklu neðansjávargosi, sem hófst árið 1963 og lauk 1967. Heimaey er stærst eyjanna og þar er Vestmannaeyjakaupstaður.

Eldgos hófst á Heimaey 23. janúar árið 1973 og eyðilagði og/eða skemmdi u.þ.b. 40% af öllum húsum bæjarins.  Vestmannaeyjar hafa verið næstmikilvægasta verstöð landsins til fjölda ára og byggist afkoma heimamanna að mestu leyti á fiskvinnslu og útgerð. Fræg er þjóðhátíð Eyjamanna, sem haldin er ár hvert um verzlunarmannahelgi og dregur til sín fólk alls staðar að af landinu

Góðar samgöngur eru við Eyjar hvort sem er með flugi eða ferju.  Eyjamenn og gestir þeirra eru samt háðir duttlungum veðurguðanna, þannig að margir, sem koma fljúgandi til Eyja, verða að fara sjóleiðina til baka.  Allt frá aldamótunum 2000, eða skömmu fyrr, hefur verið uppi hugmynd um gerð jarðganga til Eyja frá Landeyjasandi.

Oft, þegar veðurskilyrði gera átælunarflug ókleift, tekst minni flugvélum Flugfélags Vestmannaeyja að skjóta fólki til og frá Bakkaflugvelli í Landeyjum.  Flugið á milli tekur aðeins 6-7 mínútur.  Margir Eyjamenn geyma bíla sína við Bakkavöll.


Nánar um Vestmannaeyjar Jarðeldarnir 1973


Gönguleiðir:  Fjöldi gesta í Vestmannaeyjum dvelur þar í nokkra daga til að ganga um Heimaey.  Þeir njóta útivistarinnar í Nýjahrauni, kikja í Gaujulund, ganga með ströndinni og upp á Eldfell og Helgafell.  Síðan halda þeir suður á bóginn til að skoða Ræningjatanga, Klauf og Stórhöfða.  Margir fara í Herjólfsdal til að leika golf eða klífa Dalfjall og síðan Heimaklett.  Að þessu loknu bíða bátsferðir til nærliggjandi eyja, sem einnig er hægt að klífa.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM