SUÐURLAND
 FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


 VÍK í MÝRDAL
FERÐAVÍSIR
Hverng kemst ég þangað

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Mýrdalsjökull


Reynishverfi

veidimanim.gif (5687 bytes)
Veiði

 

Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Þar var stunduð útgerð með hjólabátum, sem óku út í sjó og síðan upp á land með aflann og beint í vinnslu.

Byggðarsaga kauptúnsins hófst í kjölfar vaxandi óánægju Mýrdælinga með langar og erfiðar ferðir í kaupstað, annaðhvort til Papóss eða Eyrarbakka.  Bændurnir Halldór Jónsson á Suður-Vík og Þorsteinn Jónsson á Norður-Vík voru upphafsmenn verzlunar á staðnum með innflutnigi nauðsynja frá Bretlandi árið 1883.  Árið 1896 flutti fyrsti Mýrdælingurinn á mölina og árið 1905 voru íbúar orðnir 80 og heimili 13.  Uppbyggingin var hæg og stöðug.  Það voru einkum bændur og búalið í nágrenninu, sem komu sér þar fyrir með búsmala sínum.  Árið 1916 var stofnað félag til kaupa skips, Skaftfellings, til vöruflutinga til Víkur og frá en ekki var auðvelt að skipa upp og út á hafnlausri ströndinni.  Fyrsti bíllinn kom til Víkur 15. maí 1927 með Skaftfellingi.  Brandur Stefánsson (Vatna-Brandur) á Litla-Hvammi keypti hann og varð brautryðjandi í samgöngumálum héraðsins.

Kort af  Mýrdalsjökli og nágrenniAtvinnuhættir í Vík snúast einkum um verzlun og þjónustu við bændur í héraðinu en auk þess fer þar fram ýmiss konar framleiðsla. Lengi framan af var Kaupfélag Skaftfellinga langstærsti atvinnurekandinn en síðan yfirtók Kaupfélag Árnesinga allan rekstur KS. Þjónusta við ferðamenn hefur færst mjög í aukanna á síðustu árum og hefur framboð á gistingu, afþreyingu og annars konar þjónustu aukist mjög á síðustu árum. Í Mýrdalshrepp búa nú um 500 manns, þar af búa rúmlega 300 manns í Vík.
» Lesa meira

Vegalengdin frá Reykjavík er 192 km.

Skógar 33 km <Vík> Klaustur 71 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM