bjarnarfjörður syðri strandir strandasýsla,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


BJARNARFJÖRÐUR SYÐRI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Bjarnarfjörður syðri á Ströndum er stuttur og á milli Valshöfða og Balafjalls, næstur norðan Steingrímsfjarðar.  Breiður og grösugur dalur inn af honum er velgróinn og þar eru sundlaug, nokkur býli og grunnskóli (Klúka).  Sunnudalur og Goðdalur teygjast inn í Trékyllisheiði.  Bæir voru í báðum dölum.  Goðdalabær fór í eyði eftir snjóflóð í desember 1948.

Bjarnarfjarðará, góð veiðiá, rennur um dalinn.  Bjarnarfjarðarháls er milli Bjarnar- og Steingrímsfjarðar.  Uppi á honum er fjöldi vatna og tjarna, melar og mýrar.  Urriðavatn er u.þ.b. 2 km2 og þar er ágæt silungsveiði.  Hálsins er getið í Njálssögu vegna ferðar Ósvífurs og þar er talað um mikinn skóg.  Nú er varla hríslu að sjá.  Vítt og breitt umhverfis fjörðinn má finna jarðhita, sem er notaður til húshitunar og sundlaugarinnar.  Landnámsmannsins Bjarnar er getið í Landnámu.  Svanur, sonur hans, bjóð að Svanshóli.  Hann gekk í Kaldbakshorn eftir dauðann skv. Njálssögu.  Björn var afi Hallgerðar langbrókar.

Goðdalur er eyðibýli síðan 1954.  Sögur segja, að þar hafi staðið Hof.  Sjaldgæft stinnastef (Juncus squarrosus) vex þar og þar er einnig jarðhiti.  Snjóflóð féll að Goðdalabæinn í desember 1948.  Fjórum sólarhringum síðar vitnaðist um slysið.  Bóndinn, Jóhann Kristmundsson, og tvennt annað fannst með lífsmarki.  Jón lifði af fótalaus en 6 manns dóu.  Goðdalur hefur ekki byggzt síðan, en veiðihús stendur nærri bæjarhúsunum.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM