brautarholt kjalarnes reykjavík,

Meira um Ísland


BRAUTARHOLT
KJALARNES
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Brautarholt er stórbýli og kirkjustaður á Kjalarnesi.  Katólskar kirkjur voru helgaðar Nikulási og tilheyrðu Kjalarnesþingum.  Árið 1880 var kirkjan lögð til Mosfells og eftir 1952 var hún útkirkja frá Reynivöllum.  Núverandi kirkja var byggð árið 1857.

Kjalnesingasaga segir frá landnámi Helga Bjólu á Kjalarnesi.  Hann lét Andríði, írskum manni, Brautarholt eftir til bústaðar.  Búi á Esjubergi var sonur Andríðar.  Úti fyrir ströndinni er Andríðsey.

Bjarni Thorarensen (1786-1841), skáld og brautryðjandi rómantísku stefnunnar ásamt Jónasi Hallgrímssyni (1807-1845), fæddist að Brautarholti.  Bjarni varð amtmaður fyrir Norður- og Austurland árið 1833 og gegndi embættinu til dauðadags.  Skáldverk hans komu út í Kvæðum (1847, Ljóðmælum I-II (1935).

Grasmjölsverksmiðja var starfrækt að Brautarholti.

Söguslóðir Suðvesturland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM