djúpidalur austur barðaströnd björn jónsson,

Meira um Ísland


DJÚPIDALUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Djúpidalur er inn af Djúpafirði í Austur-Barðastrandarsýslu, austan Reykhóla og Þorskafjarðar.  Björn Jónsson (1846-1912), ritstjóri Ísafoldar, fæddist þar.  Sveinn Björnsson, sonur  hans, varð fyrsti forseti Íslands 1944.  Upp af Djúpadal eru Reiphólsfjöll.  Í fjöllunum upp af dalnum finnst kalk og silfurberg, sem var unnið á 20. öldinni, en þótti ekki nógu gott..  Fossarnir Gullfoss og Dynjandi prýða Djúpadalsá innarlega í dalnum.  Skammt frá Gullfossi eru Leikvellir, þar sem óvinir Gull-Þóris eru sagðir hafa höggvið af honum hendur.  Hann náði því að flýja með gullkistur sínar að fossinum og steypa sér í hann.

Bændagisting er í Djúpadal.
Sundlaugin í Djúpadal er opin alla daga kl. 09:00-21:00 (434-7853).


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM