efri brú grímsnes suðurland ísland,

Meira um Ísland


EFRI-BRÚ GRÍMSNES
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Efri-Brú er bær í Grímsnesi.  Þar fæddist Reykjavíkurskáldið ástsæla Tómas Guðmundsson (1901-1983). og ólst þar upp.  Honum var reist brjóstmynd í borginni árið 1976.
Bænahús að Efri Brú var reist í katólskum sið.  Í Jarðabók Árna Magnússonnar og Páls Vidalín ritaðri árið 1708 segir að heimilisfólk á staðnum hafi fengið sakramenti  þar svo lengi sem menn muni. Árið 2001  reisti  Guðmundur Böðvarsson bóndi að Efri Brú, nýtt bænahús á staðnum. Byggt á sömu teikningum og Þjóðhildarkirkja á Grænlandi og Bænahúsið að Stöng í Þjórsárdal. Þrátt fyrir smæðina (6 m2) hefur Bænahúsið að Efri Brú fallið vel til hinna ýmsu kirkjulegu athafna.
Sumarið 2014 var opnað hótel á staðnum. Hótel Borealis sem er opið allt árið.
Bænhúsið að Efri-Brú í Grímsnesi er líklega minnsta hús í umsjón Fasteigna ríkissjóðs.  Böðvar Guðmundsson, fyrrum bóndi, byggði það eftir fyrirmynd sams konar húss, sem var á þessum stað á 15. öld. 

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM