kaldakvísl sprengisandur vonarskarð veiði,

Meira um Ísland


Vatnajökulsþjóðg.


Gönguleiðir Ísland


KALDAKVÍSL
ÚR VONARSKARÐI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Ferðast á fróni 
á eigin vegumKaldakvísl er bleikju- og urriðaá

Jón Helgason, prófessor, orti kvæðabálkinn „Áfanga”, sem fjallar meðal annars um Köldukvísl:

Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meira í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.

Kaldakvísl er jökulsá, sem flæmist til suðurs frá flötum vatnaskilunum í Vonarskarði, milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls.  Sumarið 1980 var Rauðá, sem féll áður til Skjálfandafljóts þaðan, veitt til Köldukvíslar.  Mestur hluti vatns árinnar kemur úr Köldukvíslarbotnum og vatnasviðið er u.þ.b. 1120 ferkílómetrar.  Við Sauðafell er meðalrennslið 33 rúmmetrar á sekúndu.  Þegar áin átti sinn náttúrulega farveg, féll hún suðvestur um Holtamannaafrétt til Tungnaár við Búðarháls austanverðan.  Áin var væð á nokkrum stöðum, s.s. á Tryppavaði við Byrgistorfur neðan Klifshagavalla.  Ánni var veitt í Þórisvatn árið 1972, þannig að nú rennur aðeins bergvatn í gamla farveginum neðan stíflu við Búðarháls.  Brú kom á ána neðan Þórisóss 1968 (flutt frá Öxnadalsá fyrir neðan Bakkasel).


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM