kolsholt kolsholtshellir árnessýsla suðurland,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KOLSHOLT - KOLSHOLTSHELLIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Kolsholt og Kolsholtshellir eru bæir skammt suðvestan Villingaholtsvatns í Árnessýslu, aðgengilegir frá þjóðvegi #1 um vegi #302, 305 og 309.  Við báða bæina eru manngerðir hellar, einkum þó við Kolsholt.  Þar er m.a. að finna 23x13 sm kross, höggvinn í vegginn.  Þessi hellir er í 500 m fjarlægð frá bænum og samnefndur honum.  Kolsholtshellir er 10 m langur 4 m breiður og 2 m hár.  Þakið er óregluleg hvelfing og mikið krot, fangamörk og ártöl á veggjum (elzt 1791 og mörg yngri).  Þarna er 1 m djúpur brunnur.  Utanhellis er forn öskuhaugur undir landnámslaginu (870-880).  Þar fundust nokkrir smáhlutir, brons- og járndót, handfang af kolu, snældusnúður og pottbrot úr klébergi.  Einnig fundust tennur úr húsdýrum, beinamulningur og fiskbein.  Flatir steinar til glóðarhitunar fundust líka.  Hvergi hafa slíkar fornar mannvistaleifar fundizt í helli á Suðurlandi.

Söguslóðir Suðurland

STÆRSTU HELLAR HEIMS


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM