landbrot vestur skaftafellssýsla suðurland,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


LANDBROT
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Landbrot er sveitin austan Eldhrauns, vestan Landbrotsvatna og Skaftá skilur hana frá Út-Síðu.  Byggðin stendur aðallega á fornu hrauni, sem rann frá Eldgjá og sumir telja á sögulegum tíma.  Eitt sérkenna þessa landslags er gjallhólaþyrpingin Landbrotshólar, sem eru gervigígar.  Þeir mynduðust við gufusprengingar eftir að hraunið rann yfir votlendi.  Þeir eru misjafnir að gerð og lögun og sumir holir að innan.  Fyrrum voru þeir jafnvel notaðir sem fjárbyrgi.  Margir lækir falla undan hrauninu og bæirnir eru þar sem gróðursælast er.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM