laxamýri laxá mýrarkvísl húsavík,

Meira um Ísland


LAXAMÝRI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Laxamýri er við austanverða Laxá og ósa hennar, nyrzt í Reykjahverfi.  Rétt við bæinn eru ármót Mýrarkvíslar og Laxár í Aðaldal.  Tungan á milli ánna kallast Heiðarendi Hvammsheiðar.  Jörðin telst til mestu laxveiðijarða landsins og þarna hefur löngum verið stórbýli.

Jóhann Sigurjónsson (1880-1919), skáld fæddist að Laxamýri.  Hann bjó að mestu í Danmörku og notaði bæði tungumálin til að rita verk sín.  Kunnustu leikrit hans eru „Fjalla-Eyvindur” (1912) og „Galdra-Loftur” (1915).  Hann er einnig kunnur fyrir ljóð sín.  Minnisvarði hans við Laxamýri var afhjúpaður á aldarafmæli skáldsins.

Æðarfossar eru norðvestan Laxamýrar og vegur liggur frá bænum að Ærvíkurbjargi í Laxamýrarleiti.  Þaðan er fagurt útsýni í góðu veðri.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM