skíðastaðir skagafjörður,

Gönguleiðir Ísland


SKÍÐASTAÐIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Skíðastaðir eru eyðibýli í Lýtingsstaðahreppi.  Þar er verulegur jarðhiti, sem hefur stuðlað að þróun smáþorps með gróðurhúsum, Varmalækjarþorp, eins og það var kallað manna á milli..

Sturlunga segir frá reið Gissurar og Kolbeins unga til laugar að Skíðastöðum daginn fyrir Örlygsstaðabrennu 22. ágúst 1238.  Þeir höfðu náttstað við Reykjalaug.


Pálmi Hannesson (1898-1956), náttúrufræðingur, fæddist að Skíðastöðum.  Hann lærði dýrafræði í Kaupmannahöfn og stundaði rannsóknir á náttúru Íslands með námi og eftir það.  Hann var aðeins 31 árs, þegar hann varð rektor Menntaskólans í Reykjavík 1929.  Úrval ritgerða hans var gefið út, Landið okkar árið 1957, Frá óbyggðum 1958, Mannraunir 1959 og margt annað liggur eftir hann, bæði þjóðlegt og vísindalegt.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM