Slútnes Mývatn,

Gönguleiðir Ísland


SLÚTNES
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Slútnes er eyja í Mývatni, í landi Grímsstaða,  Hún er hin kunnasta og fjölsóttasta í vatninu og ekki munaði miklu, að gengt yrði út í hana, þegar botn Ytri-Flóa reis svo í síðustu Mývatnseldum, að ekki var fært á bátum.  Flóinn dýpkaði aftur vegna dælingar til Kísilgúrverksm.

Eyjan er svo vel gróin, að skrúðgarði líkist og þar verpa a.m.k. 9 tegundir anda og aðrir fuglar.  Varpið hefur látið á sjá vegna ágangs minks, sem erfitt er að eiga við.  Á eyjunni er birki, víðikjarr og reynir og aronsvöndur, sem er kallaður Mývatnsdrottning og er einkennisjurt Mývatnssvæðisins.  Hvönn og blágresi eru hávaxnar jurtir og þar finnst hvítt blágresi, sem er mjög sjaldgæft.  Talsvert er um fjórlaufasmára, móamaríustakk, kollstör og skrautpunt.  Þarna hafa fundizt 105 tegundir háplantna, eða upp undir fjórðungur allra tegunda íslenzkra háplantna.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM