svartagil þingvellir þingvallasveit gönguleiðir,

Meira um Ísland


SVARTAGIL
ÞINGVALLASVEIT
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Svartagil er eitt margra eyðibýla í Þingvallasveit.  Bærinn, sem síðast var búið í, brann árið 1967.  Hann var eitt margra afbýla Þingvallastaðar.  Byggð þeirra var stopul, því ekki var landgæðum fyrir að fara í hrauninu.  Svartagil er við vestanverðar rætur Ármannsfells og 7 km þaðan til Þingvallabæjar.  Leiðin heim á hlað liggur af aðalveginu upp á Kaldadal til vinstri nálægt Skógarhólum.  Göngur á Botnsúlur hefjast alla jafna frá Svartagili og meðalgöngutíminn er 3 klst. á toppinn.  Gömul gönguleið er frá bænum í Skorradal.

Skógarhólar, sem voru nálægt útbýlinu Múlakoti, voru lengi notaðir til hestamóta með tilheyrandi aðstöðu.  Landsmót voru haldin þar árin 1970 og 1978 og önnur minni fyrr og síðar.  Eitt hestahólfanna, sem var notað á mótunum, var inni á landi Svartagils.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM