þverá í laxárdal,

Gönguleiðir á Íslandi


ÞVERÁ í Laxárdal
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fyrsta kaupfélag landsins, Kaupfélag Þingeyinga var stofnað að Þverá árið 1882.  Þjóðminjasafn Íslands hefur haft umsjón með húsunum síðan 1968.  Þarna voru útihús af fornri gerð varðveitt auk bæjarhúsanna.  Búsetuminjarnar að Þverá eru ekki síður mikilvægar og áhugaverðar en Grenjaðarstaður.

Kirkjustaður Laxdæla var þar og kirkjan er enn þá í bændaeign.  Hún var byggð 1878 úr tilhöggnu móbergi, líkt og kirkjugarðurinn kringum hana.  Kirkjusmiðurinn var Jón Jóakinsson, bóndi að Þverá.  Tilhöggnir móbergssteinarnir eru límdir saman með kalki.  Hún er 8,5 m löng og 5 m breið og tekur 60 manns í sæti.  Altaristaflan er eftir Arngrím Gíslason, málara.

Einhver þekktasta veiðiá landsins, Laxá í Aðaldal, fellur úr Mývatni um dalinn og til sjávar í Skjálfanda.  Dalurinn er mjög fagur og frjósamur.  Þar er mikið fuglalíf og fjölskrúðug flóra.  Neðan bæjar er fornt vað, sem mikið var notað fyrrum.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM